Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð í dvala, en gögn hans verða þó áfram vistuð hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) verði áhugi á að taka upp þráðinn síðar.

Landbúnaðarklasinn var stofnaður í júní árið 2014 í þeim tilgangi að tengja saman þá aðila sem vinna í landbúnaði og matvælaframleiðslu, auk þess að stuðla að aukinni arðsemi og nýsköpun innan greinarinnar.

Fjármunir renna til smáframleiðenda

Finnbogi Magnússon var formaður frá 2018. Hann segir að á undanförnum misserum hafi mál þróast þannig að stóru bakhjarlar Landbúnaðarklasans hafi á síðasta ári einbeitt sér að stofnun Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). „Bæði BÍ og SAFL eru með á sinni stefnuskrá að efla nýsköpun og aðra svipaða starfsemi sem Landbúnaðarklasinn hefur mikið til snúist um.

Það er nú eiginlega ástæðan fyrir því að ekki var lengur áhugi á að halda þessu áfram.

Á fundinum var ákveðið að láta þá fjármuni sem eftir voru í félaginu renna til Samtaka smáframleiðenda matvæla, eða alls tæpar 1,4 milljónir króna,“ segir Finnbogi.

Til sjávar og sveita

Landbúnaðarklasinn var með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að frumkvöðlum Landbúnaðarklasans væri veitt aðstaða í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þá stóð Landbúnaðarklasinn að rekstri viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita í samstarfi við nokkra aðila. Síðustu stjórn Landbúnaðarklasans skipuðu þau Finnbogi Magnússon formaður, Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og gjaldkeri, Höskuldur Sæmundsson, Bænda­ samtökum Íslands, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Mjólkursamsölunni og Karvel L. Karvelsson frá Ráðgjafar­miðstöð Landbúnaðarins

Skylt efni: Landbúnaðarklasinn

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...