Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Örn Bergsson
Örn Bergsson
Fréttir 8. mars 2016

Langvarandi réttaróvissa um þjóðlendur óboðleg og íþyngjandi fyrir landeigendur

Óbyggðanefnd hefur þurft að minnka umfjöllunarsvæði sín vegna þröngs fjárhagsramma enda hafa fjárheimildir hennar minnkað um helming frá því fyrir hrun.

Nefndin ákvað nýlega að smækka þau svæði sem tekin eru fyrir og miðað við núverandi starfsáætlun er ekki við því að búast að nefndin ljúki störfum fyrr en eftir nærri tíu ár. Úrskurðar Óbyggðanefndar er að vænta í Borgarfirði á næstu mánuðum og málsmeðferð er hafin í Dalasýslu og Snæfellsnesi. Undrun vekur að kröfulýsingafrestur fjármálaráðherra á síðastnefndu svæðunum hefur margsinnis verið framlengdur, að því er virðist af litlu tilefni. Ef ástæðan er sú að lögmönnum hafi verið gefin fyrirmæli um að rökstyðja þjóðlendukröfur sínar betur er það vel, en landeigendum hafa þótt kröfurnar handahófskenndar og engin tilraun gerð til þess að útskýra og rökstyðja á hvaða hátt þær eru byggðar á fyrirliggjandi gögnum. Þetta kom meðal annars fram í máli Arnars Bergssonar, formanns Landssambands landeigenda á Íslandi (LLÍ) á aðalfundi sambandsins í síðustu viku.

Í máli Arnars kom fram að Óbyggðanefnd á eftir að taka fyrir Vestfirði, Strandir og Austfirði. Það sé íþyngjandi fyrir landeigendur að eiga eftir að ganga í gegnum ferlið og úrskurðir dragist á langinn. Óbyggðanefnd hafi nú lokið málsmeðferð á 76% af landinu öllu og 92% af miðhálendinu. Af þeim hluta hálendisins sem nefndin hafi úrskurðað um séu 88% þjóðlendur og 12% eignarlönd. Verkefnið, sem taka hefði átt um áratug og ætlað var fyrst og fremst að skýra eignarhald á miðhálendi Íslands, hafi farið í allt annan farveg en Alþingi og hagsmunaaðilar hafi ætlað í upphafi.

Örn lýsti yfir vonbrigðum með að forsætisráðuneytið hafi hafnað óskum LLÍ um að fá endurupptökuákvæði í Þjóðlendulögin frá árinu 2012, finnist gögn sem gætu breytt niðurstöðu mála. Endurupptökuákvæði í lögunum sjálfum hefði verið mjög gagnlegt, enda ekki að vænta mikils af endurupptökunefnd, sem sé sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem hafni nær undantekningalaust upptöku mála.

Örn fagnaði því að ríkt samráð hefði verið haft við LLÍ vegna nýrra laga um náttúruvernd sem tóku gildi þann 15. nóvember síðastliðinn. Gildistöku fyrri laga frá síðasta kjörtímabili hefði verið frestað, enda hefðu þau þótt ganga of langt í átt til stofnanavæðingar og ríkisforsjár. Örn taldi núverandi lög ásættanleg fyrir landeigendur og nefndi til dæmis að náðst hefði fram að landeiganda eða hans mönnum væri nú heimil för um sitt eigið land á vélknúnu ökutæki svo fremi sem það ylli ekki spjöllum á landi. Umhverfis- og samgöngunefnd náði ekki að klára skilgreiningu á svokölluðum almannarétti við lokaafgreiðslu laganna, en gert er ráð fyrir að því verði lokið á þessu ári. Örn upplýsti að samtökin verði kölluð til samráðs um almannaréttinn á næstunni og benti á, sem ekki mætti gleyma, að komið hefðu fram óskir frá aðilum sem krefjist þess að eiga nýtingarrétt á landi í einkaeign og byggja starfsemi á slíkum notum án leyfis landeigenda. Við þessu þyrfti að bregðast af hörku.

Loks hvatti Örn landeigendur til þess að standa vörð um samtökin sem væru að hefja sitt tíunda starfsár og náð hefðu þeim árangri að stjórnvöld viðurkenndu þau sem samtök sem opinberir aðilar leiti til þegar fjallað er um hagsmuni landeigenda á opinberum vettvangi. Samtökin stæðu sterk en full ástæða væri til að allir landeigendur gengju í þau, efldu og styrktu. Ekki síst í því ljósi að sótt væri að landeigendum úr mun fleiri áttum en áður. Samtökin hefðu fyrst og fremst verið stofnuð til að gæta hagsmuna landeigenda í þjóðlendumálum, en í seinni tíð hefði ásókn og ágangur margfaldast af utanað- komandi aðilum í ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi, bæði inn á eignarlönd og þjóðlendur, sem skert gæti hefðbundinn rétt landeigenda. Fjölmargir tóku til máls á fundinum og hvöttu samtökin til dáða til að verjast eignaupptöku og standa vörð um rétt landeigenda. Undir var tekið að vakningu þyrfti meðal þeirra fjölmörgu landeigenda sem stæðu fyrir utan samtökin þar sem brýnt væri að styrkja einu samtökin sem gætt gætu hagsmuna þeirra á fjölmörgum sviðum. Stjórn landssamtakanna var endurkjörin á fundinum að öðru leyti en því að Elín R. Líndal vék úr stjórn og situr í varastjórn, í hennar stað kom Björn Magnússon úr varastjórn inn í aðalstjórnina. Hana skipa að öðru leyti Örn Bergsson, formaður, Guðrún María Valgeirsdóttir, Sigurður Jónsson og Snorri Jóhannesson.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...