Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Margar ástæður fyrir stuðningi við sauðfjárrækt í landinu
Fréttir 23. nóvember 2015

Margar ástæður fyrir stuðningi við sauðfjárrækt í landinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mörg ríki, einkum vestræn, kjósa að styrkja landbúnað. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu árið 2015 eru 4.853 milljónir króna.

„Á Íslandi hefur verið nokkuð breið sátt um að styrkja landbúnaðinn þrátt fyrir að deilt hafi verið um landbúnaðarkerfið linnulaust áratugum saman. Í skoðanakönnun 2007 sögðu 94% svarenda að frekar eða mjög miklu máli skipti að landbúnaður yrði stundaður á Íslandi til framtíðar. Árið 2010 var hlutfallið 96%.“

Ekki sett fram með skýrum hætti

„Ástæður þess að Ísland sem ríki styrkir sinn landbúnað hlutfallslega mikið virðast ekki vera skýrar. Yfirvöld hafa ekki sett það fram með skýrum hætti af hverju íslenskur landbúnaður er styrktur. Í öllu falli er ekki hægt að vísa í samþykktir eða yfirlýsingar frá stjórnvöldum þar sem þessar grunnástæður koma skýrt fram á einum stað og hvaða markmiðum eigi að ná með stuðningnum.“

Stuðningur ríkisins

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu árið 2015 eru 4.853,8 milljónir króna. Af þeim eru 2.498,4 milljónir í formi beingreiðslna eða um 51,7%. Greiðslur vegna gæðastýringar eru 1.306,7 milljónir króna. Styrkir vegna ullar eru 436,3 milljónir en vegna markaðsstarfs og birgðahalds  408,3 milljónir. Í svæðisbundinn stuðning fara 62,5 milljónir og í nýliðunar- og átaksverkefni 116,1 milljón.

Rök fyrir stuðningi

Í skýrslunni eru nokkur rök nefnd sem ástæða fyrir stuðningi stjórnvalda fyrir landbúnað. Hægt er að styrkja landbúnað í þeim beina tilgangi að bæta kjör bænda.

Eitt helsta markmið með samningum ríkisins við hagsmunasamtök bænda hefur verið að tryggja bændum ákveðna lágmarks fjárhagslega afkomu.

Einnig er hægt að styrkja landbúnað í þeim tilgangi að lækka matarverð til neytenda. Með öðrum orðum að niðurgreiða landbúnaðarvörur.

Með auknum alþjóðaviðskiptum og alþjóðavæðingu eru þessi rök fyrir landbúnaðarstyrkjum orðin mun veikari en áður.

Ýmsar landbúnaðarvörur eru ódýrari á heimsmarkaði en á íslenskum markaði. Það er því erfitt að nota lækkun verðs til neytenda sem rök fyrir landbúnaðarstyrkjum og koma á sama tíma í veg fyrir innflutning á vöru á lágu verði frá útlöndum.


Fæðuöryggi

Fæðuöryggi er oft nefnt sem ástæða fyrir landbúnaðarstyrkjum á Íslandi. Fæðuöryggi snýst um aðgang að fæðu og að lágmarka hættu á fæðuskorti og hungri við ófyrirséðar aðstæður. Bent hefur verið á að það þurfi að gera ráð fyrir þeim möguleika að landið lokaðist fyrir innflutningi og þá þyrftu landsmenn að lifa á þeim matvælum sem framleidd væru innanlands. Slíkt ástand gæti verið heimsófriður eða eitthvað sem ekki er fyrirsjáanlegt nú. Í hruninu 2008 munaði þannig ekki miklu að viðskipti við Ísland stöðvuðust og þar með innflutningur á öllum vörum.

Stuðningur við dreifbýlið

Hægt er að styrkja sauðfjárrækt í þeim tilgangi að styðja við dreifbýli almennt. Auk þess er hægt að styrkja sauðfjárræktina svæðisbundið til að styðja sérstaklega við byggð sem stendur höllum fæti. Sauðfjárræktin er afar stór hluti atvinnulífs í mörgum dreifbýlustu héruðum landsins. Um og yfir 10% starfa í sumum héruðum eru bein störf í sauðfjárrækt.

Verndun búfjárkynja og ferðamennska

Hægt er að styrkja sauðfjárrækt með þeim rökum að með því sé verið að varðveita fornnorrænt búfjárkyn sem ella yrði í hættu. Í þessu kyni felist ótvíræð menningarverðmæti. Er hægt að styrkja sauðfjárrækt í landinu með þeim rökum að greinin hafi menningarlegt gildi, hún sé varðveisla á aldagamalli menningu, sveitamenningu, bændamenningu sem sé sá jarðvegur sem Íslendingar komi úr og hafi mótað Íslendinga sem þjóð. Þessum rökum tengist svo aukin ferðaþjónusta í landinu. Sauðfjárbúskapur sem og annar landbúnaður kann að vera verðmætur til framtíðar frá því sjónarhorni að hann geti spilað hlutverk í því að styrkja ferðaþjónustu í dreifðari byggðum og um leið að jafna álag af völdum ferðamanna.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...