Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðherrar sameinast um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Mynd / GHP
Fréttir 5. maí 2017

Ráðherrar sameinast um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálumsem. Áætlunin skal liggja fyrir í lok ársins.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að markmið áætlunarinnar sé að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030, samkvæmt Parísarsamningnum, með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.

Í tilkynningunni segir:

„Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. Áhersla verður lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins.

Auk Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita samstarfsyfirlýsinguna Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Í samstarfsyfirlýsingunni segir m.a.: „Til að Ísland nái að standast metnaðarfull markmið Parísarsamningsins er ljóst að samfélagið allt þarf að taka fullan þátt. Það þarf að tryggja langtímasýn og -árangur í minni auðlindasóun og uppbyggingu og þróun lágkolefnishagkerfis. Það kallar á samstillt átak innan stjórnkerfisins og samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, félagasamtaka og síðast en ekki síst almennings. Því ætlar ríkisstjórnin að hrinda af stað gerð nýrrar aðgerðaáætlunar til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. Áætlunin á að miða að því að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varða veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins um hvernig hægt sé að ná markmiðum um að halda hlýnun andrúmsloftsins vel innan við 2°C.“

Í lok yfirlýsingarinnar segja ráðherrarnir: „Það er trú okkar að heildstæð framtíðarsýn og vel útfærðar aðgerðir sem miða að því að draga úr losun með aðkomu sem flestra landsmanna verði til þess að varða leiðina til loftslagsvænni framtíðar og styrkja græna ímynd Íslands. Við munum leggja okkar af mörkum til að svo megi verða.“

Yfirlýsingu ráðherranna má lesa í heild sinni hér:

Samstarfsyfirlýsing um aðgerðir í loftslagsmálum

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...