Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. október 2024

Reglur um öflun sjávargróðurs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni hefur nýlega verið gefin út.

Þar er kveðið á um að enginn geti stundað öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands nema með tilskildum leyfum.

Leyfi eru háð nokkrum skilyrðum. Þarf leyfishafi að hafa gert nýtingaráætlun um öflun sjávargróðurs sem gildi að minnsta kosti í fimm ár í senn, skal áætlun uppfærð áður en öflun sjávargróðurs hefst á hverju ári. Í henni skal greina hvaða tæki verði hagnýtt við öflun, hversu miklu magni af sjávargróðri verði aflað, hvar öflun fari fram og eftir atvikum hvaða svæði verði hvíld til að örva endurvöxt. Skal áætlunin byggjast á mati á lífmassa og líklegu aðgengi.

Leitast skal við að gera grein fyrir áhrifum nýtingar á umhverfið, þar með talið áhrifum á viðveru og áhrifum truflunar á atferli fiska, hryggleysingja, sjávarspendýra og fugla með hliðsjón af þeim tækjum og aðferðum sem verða hagnýtt.

Sérstakt ákvæði er um slátt á klóþangi, þar sem fram kemur að gæta þurfi þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.

Til að koma í veg fyrir staðbundna ofnýtingu á tilteknum stofni getur ráðherra ákveðið að öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni utan netlaga sé auk almenns veiðileyfis háð sérstöku leyfi Fiskistofu. Í slíkum tilfellum er gerð krafa um almennt veiðileyfi ásamt nýtingarleyfi til öflunar sjávargróðurs.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...