Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpar Búgreinaþing 2022.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpar Búgreinaþing 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 3. mars 2022

Samstíga landbúnaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands urðu til búgreinadeildir innan samtakanna. Hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing og var fyrst þingið haldið á Hótel Natura 3. og 4. mars síðast liðinn. Um 150 fulltrúar bænda mættu á þingið.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis ávörpuðu þingið. Fundarstjóri var Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Gunnar Þorgeirsson sagði við Bændablaðið skömmu fyrir setningu þingsins að þetta væri fyrst búgreinaþing sem haldið hefur verið á grunni sameinaðra bændasamtaka og búgreinafélaganna. „Á þinginu munu búgreinarnar ráða ráðum sínum um þau mál sem snúa að þeirra hagsmunum og þau mál svo send áfram til Búnaðarþings sem verður haldið um næstu mánaðarmót. Ég á mér væntingar um að menn verði málefnalegir í sínum ranni og ræði um áhersluatriði hverrar búgreinar fyrir sig.“

Fæðuöryggi ekki hallæris hugtak í hagmunabaráttu bænda

Í ávarpi sínu sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, meðal annars: „Síðustu áratugi hefur umræða um fæðuöryggi verið með þeim hætti að það sé bara eitthvert hallærishugtak sem hagsmunasamtök bænda hafi fundið upp til þess að aðstoða við hagsmunabaráttu. En svo hefur komið á daginn bæði í heimsfaraldri kórónaveiru og núna þegar stríð er í Evrópu, að fæðuöryggi skiptir máli."

Veigamikil atvinnugrein

Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði meðal annars í ávarpi sínu að íslensk matvælaframleiðsla væri grunnstoð samfélagsins og að bændur sinntu lykilhlutverki og væru burðarás atvinnulífsins í fjölmörgum byggðum landsins. Hann sagði að íslenskar landbúnaðarvöru væru í hæstu gæðum og öruggar með tilliti til sýklalyfjaónæmis ásamt því stuðla að innlendu matvælaöryggi.

Nánar verður fjallað um þingið í Bændablaðinu sem kemur út 24. mars.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...