Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Karen Jónsdóttir rekur fyrirtækið á Akranesi þar sem hún er með litla vöruskemmu og heldur auk þess úti litlum lífrænum markaði.
Karen Jónsdóttir rekur fyrirtækið á Akranesi þar sem hún er með litla vöruskemmu og heldur auk þess úti litlum lífrænum markaði.
Mynd / smh
Fréttir 13. nóvember 2015

Sérhæfir sig í innflutningi og pökkun á lífrænt vottuðum vörum

Höfundur: smh
Kaja organic er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og pökkun á matvöru sem er lífrænt vottuð. 
 
Sérstaða fyrirtækisins felst í því að hún flytur hrávöruna inn í stórsekkjum og pakkar svo hér á Íslandi. Aðallega er um að ræða hnetur, þurrkaða ávexti, þurrkað krydd og fleira í þeim dúr. 
 
Bæði er um að ræða heild- og smásölu á vegum Kaja organic. Karen Jónsdóttir rekur fyrirtækið á Akranesi þar sem hún er með litla vöruskemmu og heldur auk þess úti litlum lífrænum markaði. Þar er einnig að finna íslenskar lífrænt vottaðar vörur.  
 
Áratugur að baki
 
Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum tveimur árum og að sögn Karenar var það aðallega vegna hvatningar frá leikskólum á Akranesi sem varð til þess að hún fór þessa leið, enda er markhópur Kaja meðal annars leik- og grunnskólar. „Ég er komin með nokkuð breitt vöruúrval til að þjóna þeim; í dag bjóðum við upp á um 160 vöruliði sem allir eru lífrænt vottaðir. Og þó að þetta sé þungamiðjan í innflutningnum í dag þá byrjaði ég á því að flytja inn vandað súkkulaði sem er selt í sérverslunum,“ segir Karen sem hefur hug á því að koma vörunum í meira mæli til skólaeldhúsa því henni finnst nauðsynlegt að börnunum sé boðið upp á góða og hreina næringu. 
 
„Þess vegna býð ég skólunum líka upp á fræðslu. Ábyrgð skólanna er mikil og til marks um það má nefna að leikskólabarn tekur um 65 prósent af næringu sinni, á aldrinum tveggja til sex ára, í gegnum mötuneyti leikskólans,“ segir hún.
 
Skólamötuneytin hætti að nota hvítan sykur
 
„Ég hef sérstaklega rekið áróður fyrir því að skólamötuneyti hætti að nota hvítan sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón svo og trefjalausa fæðu. Að auki tel ég að erfðabreytt matvæli eigi ekki heima á þessum stöðum. Kaupmannahafnarbúar hafa til dæmis sett sér markmið að í lok árs 2015 verði öll skólamötuneyti með 90 prósent lífrænt á borðum. Í dag er þetta hlutfall um 75 prósent, þar er mottóið: „börnin skulu njóta vafans“,“ segir Karen.
 
Oft meira fyrir peninginn
 
„Verðstefna fyrirtækisins er sanngjörn og eiga því kaup á lífrænum vörum ekki að auka rekstrarútgjöld skólamötuneyta svo nokkru nemi,“ er svar Karenar við því hvort vörurnar séu ekki of dýrar. „Ef næringargildi er umreiknað í verð þá ertu oftar en ekki að fá meira fyrir peninginn. Það er svo auðvitað fyrir utan þjóðarhaginn – heilbrigði þjóðarinnar – mikið sem sparast  með bættum lifnaðarháttum,“ bætir hún við.
 
Þokast í rétta átt
 
Karen segir að reksturinn þokist hægt í rétta átt og hún haldi áfram að fikra sig áfram inn á markaðinn. Til að byrja með var hún eingöngu með sölu í stórpakkningum, en hefur nú nýverið farin að pakka sjálf til smásölu. Nýlega var vörulína hennar til að mynda tekin inn í Lifandi markað.
Í dag hefur Kaja organic leyfi frá Vottunarstofunni Túni til þess að pakka um 70 vörunúmerum og önnur 30 eru um það bil að fá vottun.  
 
 

2 myndir:

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...