Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skagfirðingar langþreyttir á óvenju erfiðum vetri
Mynd / Sveitarfélagið Skagafjörður
Fréttir 6. mars 2020

Skagfirðingar langþreyttir á óvenju erfiðum vetri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það verður að viðurkennast að það eru margir orðnir lang­þreyttir á ástandinu og horfa með tilhlökkun til vorsins og batnandi tíðar með blóm í haga,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði. 
 
Ansi langt er síðan Skag­firðingar hafa upplifað sam­bærilegan vetur og þann sem nú stendur enn yfir og virðist í fullu fjöri. Veður hefur verið mun verra en gengur og gerist að vetrarlagi í byggðarlaginu. Veður og tilheyrandi ófærð hafa haft mikil áhrif á daglega starfsemi í héraði, en tíð hefur verið einkar rysjótt frá því norðanáhlaupið gekk yfir landið 10.–11. desember síðastliðinn. 
 
Þjóðvegur 1 bæði um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði hafa ítrekað í vetur verið lokaðir og vegur um Þverárfjall og Siglufjarðarvegur enn oftar, en síðasttöldu vegirnir eru í þjónustuflokki 3 sem skýrir að þeir hafa verið lokaðir oftar, í 26 og 24 skipti. Mikil ófærð hefur að auki verið á stundum innan héraðs. Í þrígang hefur sjór flætt yfir hafnarsvæðið og Strandveg á Sauðárkróki.
 
Skólahald hefur margoft fallið niður í vetur í grunnskólum héraðsins. Sem dæmi má nefna að 4 heilir kennsludagar hafa fallið niður í Árskóla á Sauðárkróki vegna ófærðar eða rafmagnsleysis, 7 dagar hafa fallið niður í Varmahlíðarskóla og í Grunnskólanum austan Vatna hafa fallið niður 8 kennsludagar. Því til viðbótar hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem hluti kennsludaga hafa fallið niður. Tíðar lokanir hafa einnig verið í vetur í leikskólum, tónlistarskóla og íþróttamannvirkjum af sömu völdum.
 
Sigfús segir ekki búið að meta heildartjón sem hlaust af óveðrinu í desember. Raforkukerfi hafi laskast verulega á nokkrum svæð­um, þá varð umtalsvert tjón á hafnar­svæðinu á Sauðárkróki og sjóvar­na­görðum þar sem í tvígang flæddi inn á svæðið. Hann nefnir einnig að tjón hafi orðið á húsakosti í dreifbýli, skepnur fennt og mikið tjón orðið víða um hérað vegna skemmda á girðingum. Þá hafi stöku kúabóndi í Skagafirði orðið fyrir tjóni vegna rafmagnsleysis í desember og eins megi nefna tjón í formi vinnslustöðvana hjá fyrirtækjum. 

Skylt efni: Skagafjörður

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...