Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Fréttir 17. janúar 2024

Solis vinsælustu dráttarvélarnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 852 nýjar dráttarvélar voru nýskráðar á landinu á árinu 2023.

Af þeim ganga 152 tæki fyrir dísil og má reikna með að á bak við þær tölur séu hefðbundnar dráttarvélar, á meðan restin séu dráttarvélaskráð fjórhjól.

Þegar flokkurinn er skoðaður þá trónir tegundin Can-Am hæst með 219 tæki, en það er kanadískur framleiðandi fjórhjóla. Séu hin hefðbundnu vörumerki landbúnaðartækja skoðuð er Solis, hinn indverski framleiðandi á smáum dráttarvélum, á toppnum með 34 traktora. Þar fyrir neðan eru gamalgróin merki eins og Massey Ferguson, Kubota og Valtra. Samanborið við árið 2022 er þetta fækkun um tólf ný dráttarvélaskráð tæki sem ganga fyrir dísil. Þá voru fluttar inn 42 Solis-dráttarvélar, samanborið við 34 árið 2023.

Í fyrra voru 79 notaðar dráttarvélar nýskráðar á landinu og var Massey Ferguson vinsælasta tegundin með 23 eintök.

Sé fjöldi nýskráninga eftir undirtegund skoðaður sést að fjórar notaðar dráttarvélar af gerðinni Farmall voru fluttar til landsins.

Skylt efni: dráttarvélar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...