Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá
Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Mynd / RML
Fréttir 31. ágúst 2022

Sterkur grunur um að sæðingahrútur dreifi bógkreppu

Höfundur: SIgurður Már Harðarson

Sterkur grunur er um að sæðingahrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi frá sér erfðagallanum bógkreppu.

Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni, sauðfjár- ræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hafa þegar borist tilkynningar frá þremur búum um alls fjögur lömb undan Viðari sem fæddustu vansköpuð.

Gallinn kemur í ljós hjá arfhreinum afkvæmum

Eyþór segir að bógkreppa sé víkjandi erfðagalli og kemur því einungis fram þegar bæði faðir og móðir bera erfðavísinn arfblendin og skila honum bæði til afkvæmisins sem er þá arfhreint fyrir gallanum og kemur þá vansköpunin í ljós.

Hann segir að þar sem arfblendnir einstaklingar leyni gallanum, þá geti hann verið búinn að dreifast talsvert áður en það uppgötvast að hann sé fyrir hendi í hjörðinni. Einkennin séu meðal annars þau að framfætur eru fremur stuttir, krepptir og snúnir. Lömbin komast því yfirleitt ekki á legg.

Afburðagóður lambafaðir

„Á öllum þessum búum er bógkreppa þekkt og hægt að rekja móðurættina í þekkta bógkreppugjafa. Þá hafa einnig komið fram upplýsingar um fjóra syni Viðars sem gáfu bógkreppu í vor. Þetta er óneitanlega mikið áfall þar sem Viðar hefur verið talin afburðagóður lambafaðir og var mest notaði hrútur sæðingastöðvanna síðastliðna tvo vetur,“ útskýrir Eyþór.

„Í gangi er verkefni sem RML, Matís og Keldur standa saman að þar sem annars vegar slík lömb hafa verið krufin og gallanum lýst og hins vegar er verið að leita að erfðavísinum sem veldur þessu.

Í gegnum þetta verkefni voru send sýni í sumar til Nýja-Sjálands til arfgerðargreiningar. Vonandi mun það skila því að hægt verði í framtíðinni að prófa fyrir þessum galla. Enn er það alls ekki í hendi að það takist. Vonandi skýrist það síðar í haust hvort hægt verði að staðsetja erfðavísinn. Bændur eru því hvattir til þess að fara varlega í að framrækta gripi sem taldir eru að beri slíka erfðagalla, það er í raun leikur að eldi.

Ef menn eiga gripi undan Viðari er því ráðlegt að setja ekki á undan þeim – a.m.k. ekki fyrr en það lánast að finna erfðavísinn sem veldur bógkreppu og hægt verður að prófa fyrir hvort gallinn sé til staðar,“ segir Eyþór enn fremur.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.