Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrátt fyrir að ekki sé beinlínis skortur á vörum þá þurfi innflutningsfyrirtæki að hafa meira fyrir því að útvega vörur á hagkvæmu verði.
Þrátt fyrir að ekki sé beinlínis skortur á vörum þá þurfi innflutningsfyrirtæki að hafa meira fyrir því að útvega vörur á hagkvæmu verði.
Fréttir 4. apríl 2022

Tollkvóti vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ESB framlengdur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna stríðsins í Úkraínu hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra framlengt tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum Evrópusambandsins.

Tímabilin sem runnið hefðu út þann 30. apríl 2022 verða framlengd til 30. júní 2022. Ákvörðunin er tekin meðal annars með tilliti til erindis sem barst frá Félagi atvinnurekenda.

Um er að ræða tollkvóta sem var úthlutað í desember 2021 til fjögurra mánaða og eiga rót sína að rekja til fríverslunarsamnings sem Ísland er aðili að. Samkvæmt erindi Félags atvinnurekenda hefur orðið snúnara að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu skall á.

Þrátt fyrir að ekki sé beinlínis skortur á vörum þá þurfi innflutningsfyrirtæki að hafa meira fyrir því að útvega vörur á hagkvæmu verði. Þá er einnig vísað til þess að ef ekki er unnt að nýta tollkvótann þá leiði það til lægri birgðastöðu auk þess sem verð á vörum hækkar en hvorugt sé í þágu fæðuöryggis.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...