Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tveir bæir bætast við lista garnaveikisbæja
Mynd / smh
Fréttir 18. maí 2021

Tveir bæir bætast við lista garnaveikisbæja

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur bætt tveimur bæjum á lista yfir svokallaða garnaveikisbæi. Á einum bænum greindist tilvik garnaveiki í kind en á öðrum bæ hafði bólusetning gegn garnaveiki verið vanrækt.

Tilfelli garnaveiki var staðfest á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi fyrr á árinu. Tilfellið uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákvætt, úr kind sem var tveggja og hálfs vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Sýni vegna riðuveiki voru neikvæð. Hinn bærinn sem er kominn á listann er Barká í Hörgársveit, sem tilheyrir Tröllaskagahólfi. Ástæðan er að bólusetning var vanrækt, en sjúkdómurinn hefur ekki greinst á bænum.

Á vef Matvælastofnunar eru sérstakar upplýsingar um garnaveiki, en með reglum um varnir gegn henni eða stefnt að útrýmingu sjúkdómsins. Þar segir að um ólæknandi sjúkdóm í jórturdýrum sé að ræða, en með bólusetningum sé hægt að verja sauðfé og geitur fyrir honum og halda smitálagi í lágmarki. Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Þessi lömb séu óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið.

Staðfest tilfelli garnaveiki eru 26 frá 2011

Um bæi á umræddum lista gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. Alls hafa 26 tilfelli garnaveiki greinst frá 2011, þar af er eitt tilfelli í geit og fjögur í nautgripum.

„Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr: sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í umhverfinu mánuðum saman. Bakterían er mjög harðger, þolir t.d. mörg sótthreinsiefni.  Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Meðgöngutími í kúm er 2 ½ ár eða lengri,“ segir í upplýsingum Matvælastofnunar um garnaveiki.

Einkenni sjúkdómsins eru hægfara vanþrif, skituköst og deyfð þrátt fyrir sæmilega átlyst. Garnaveiki er ólæknandi og dregur sýkt dýr óhjákvæmilega til dauða. Það getur hins vegar tekið langan tíma, oftast mánuði. /smh

Skylt efni: garnaveiki

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...