Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Tryggvadóttir, formaður BSSÞ, Benedikt, Flosi og Unnur.
Guðrún Tryggvadóttir, formaður BSSÞ, Benedikt, Flosi og Unnur.
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Líf og starf 19. febrúar 2019

Verðlaun og viðurkenningar á Bændagleði BSSÞ

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændagleði var haldin að Breiðumýri í Reykjadal fyrir nokkru en þar voru veitt verðlaun í nautgripa- og sauðfjárrækt auk hvatningarverðlauna Búnaðar­sambands Suður-Þingeyjar­sýslu og viðurkenningar­innar Þingeyski bóndinn.
 
Í nautgriparæktinni hefur myndast sú hefð að veita verðlaun fyrir bestu kýrnar í hverjum árgangi. Að þessu sinni voru þau veitt fyrir kýr sem fæddar eru árið 2014. Til grundvallar verðlaununum eru að kýrnar séu lifandi í árslok 2018, fyrir liggi að minnsta kosti 6 efnamælinganiðurstöður á heilu mjaltaskeiði. Kýrnar mega ekki hafa verið eldri en 3 ára við burð og burðartilfærsla sé ekki óeðlilega mikil.
 
Fyrstu verðlaun í nautgripa­ræktinni hlutu Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir á Búvöllum fyrir kúna Töru 789 með 296,6 heildarstig, faðir hennar er Tari 12006. Annað sætið hlutu Geir Árdal og Margrét í Dæli fyrir kúna Eyju 497 með 290,6 heildarstig, faðir hennar er Bakkus 12001. Í þriðja sæti voru Kolbeinn Kjartansson og Tora Katinka Bergeng, Hraunkoti fyrir kúna Kampölu 481 en hún var með 288,2  heildarstig, faðir hennar er Peli 12008.
 
Heiðurshornið  
 
Tvenn verðlaun voru veitt í sauðfjárrækt, Heiðurshornið og Hvatningarverðlaun BSSÞ í sauðfjárrækt. Heiðurshornið sem veitt er í minningu Eysteins Sigurðssonar frá Arnarvatni, var veitt í 13. sinn. Samkvæmt gildandi úthlutunarreglum komu 29 bú til endanlegs útreiknings en megináhersla er lögð á lömb til nytja og vöðvaflokkun en hlutfall vöðva og fituflokkunar vegur fimmtung.
 
Fyrsta sætið og Heiðurshornið hreppti að þessu sinni annað árið í röð Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum en hann hlaut 18,94 stig. Í öðru sæti voru Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir, Búvöllum með 18.73 stig og í þriðja sæti voru Egill Freysteinsson og Dagbjört Bjarnadóttir, Vagnbrekku með 18.70 stig.
 
Hvatningarverðlaun
 
Hvatningarverðlaun BSSÞ í sauðfjárrækt voru veitt í ellefta sinn. Til útreiknings koma öll bú sem hafa 50 ær eða meira. Gerðarmat, hlutfall vöðva og fitu ásamt fjölda lamba til nytja leggja grunninn að útreikningi einkunnar. Búið sem fær lægsta tölugildið ber sigur úr býtum. Að þessu sinni hlutu þau Flosi og Unnur á Hrafnsstöðum  hvatningarverðlaunin með 10 stig.  Sigurður Atlason á Ingjaldsstöðum var í öðru sæti með 12.8 stig  og í því þriðja Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum með 13.3 stig.
 
Erlingur og Sigurlaug á Brún ásamt Guðrúnu Tryggvadóttur. Mynd / Ragnar Þorsteinsson
 
Þingeyski bóndinn
 
Viðurkenningin Þingeyski bóndinn er nú veitt í fimmta sinn. Við val hans hafa þrjú eftirfarandi stef verið höfð að leiðarljósi: Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið, í víðustu skilgreiningu þeirra orða.  Að þessu sinni hlutu viðurkenninguna Sigurlaug Svavarsdóttir og Erlingur Teitsson á Brún  sem hafa um áratuga skeið rekið afurðamikinn myndarbúskap. Brún er fallegt býli og þangað er til fyrirmyndar heim að horfa. Þau hjónin hafa auk þess verið virkir þátttakendur í félagsmálum í samfélaginu.
 
Hvatningarverðlaun á Kvíaból
 
Hvatningarverðlaun Búnaðar­sambands Suður-Þingeyinga eru veitt þeim aðila/aðilum sem á einn eða annan hátt vekja eftirtekt fyrir framtak sitt í tengslum við landbúnað í héraði. Að þessu sinni hlutu viðurkenninguna ábúendur á Kvíabóli en þeir hafa sýnt með verkum sínum – áræðni og dugnað, þar er sannarlega rekinn búskapur af miklum áhuga og myndarbrag öðrum til fyrirmyndar. Vefurinn 641.is segir frá samkomunni. 
 
Hlöðver og Guðrún frá BSSÞ með þá Kvíabólsfeðga, Hauk og Martein, á milli sín. Mynd / Viðar Hákonarson
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...