Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Krafist breytinga á áherslum hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Mynd / Slow Food Europe
Fréttir 30. október 2019

Vilja stuðning við smáframleiðslu og verndun vistkerfa

Höfundur: smh
Good food Good farming (Góður matur, góður landbúnaður) er grasrótarhreyfing sem starfar í Evrópu og stendur fyrir árvekni­dögum í október í kjölfar kosninga til Evrópuþings í vor. 
 
Nýs þings bíður endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) og vill hreyfingin með aðgerðum sínum á árveknidögunum hafa áhrif til betri vegar fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í Evrópu.  
 
Smáframleiðsla og dreifbýlisuppbygging
 
Þetta er annað árið í röð sem þessi Evrópuhreyfing lætur að sér kveða, en hreyfingin samanstendur af 300 evrópskum samtökum sem nú standa fyrir uppákomum í meira en 15 löndum um alla Evrópu. Slow Food Europe er í þessum hópi og tekur þátt í skipu­lagningu meira en 15 við­burða vítt og breitt um Evrópu í þágu málstaðarins. 
 
Í til­kynningu frá Slow Food Europe kemur fram að  tilgangurinn með þessu sam­­stillta átaki sé að krefjast þess að við stefnu­mótun fyrir matvæla­fram­leiðslu í Evrópu­sambandinu verði innleiddar nýjar áherslur sem styðji við smáframleiðslu bænda og dreifbýlisupp­byggingu, verndun jarðvegs, vatns, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. 
 
Slow Food-snigillinn.
 
Skilaboðum komið til þingmanna í Strasbourg
 
Á árvekni­viðburðunum var skila­boðum safnað saman frá þátt­takendum í formi póstkorta, þar sem óskum um betri land­búnaðar­hætti og mat­væla­framleiðslu er komið á framfæri. Þeim var síðan dreift til þing­manna Evrópu­þingsins á fundi þeirra í Strasbourg síðast­liðinn þriðjudag. 
 
Þess er að vænta að Evrópu­þingið og þjóðþing Evrópu­sambands­landanna muni á næstunni taka afgerandi ákvarðanir um framtíð hinnar sameiginlegu land­búnaðarstefnu.  
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...