Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi
Líf&Starf 21. janúar 2022

170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Um og upp úr miðri nítjándu öld tók að gæta meiri breytinga á atvinnuháttum Íslendinga en áður hafði gerst. Bjartsýni og framkvæmdahugur óx. Íslend­ingar voru þá fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Umbætur í atvinnumálum beindust því einkum að landbúnaðinum. Félags­­leg hreyfing er hvetja skyldi til ræktunar og jarðabóta, spratt upp meðal bænda í nokkrum sveitum. Hún varð almenn og áhrifamikil er kom fram undir aldamótin.

Bændur í Andakílshreppi stofn­uðu með sér Jarðyrkjufélag þann 4. mars 1850. Frumherja mátti kalla þá því þá voru ekki mörg slík félög tekin til starfa í landinu. Með þátttöku í Jarðyrkjufélaginu skyldi efla með mönnum metnað til jarðabóta, ekki síst túnasléttunar. Mældar voru árlegar framkvæmdir félagsmanna og skýrslur um þær birtar í blaðinu Þjóðólfi. Þátttaka hreppsbúa varð almenn um tíma en svo dofnaði yfir starfinu; tíðarfar varð erfitt og fjárkláðinn herjaði. Samt voru þeir nokkrir sem nudduðu áfram í
anda félagsins.

Árið 1881 var aftur blásið til félags­legrar sóknar og nú með stofnun Búnaðarfélags Andakíls­hrepps. Skyldi það starfa í svipuðum anda og Jarðyrkjufélagið. Búnaðarfélagið var hluti af félagsmálahreyfingu bænda, sem þá var að spretta fram í mörgum sveitum, og varð áhrifamikil um meginhluta tuttugustu aldar.

Nú hefur saga búnaðarfélagsskapar í Andakílshreppi allt frá 1850 verið tekin saman í kver sem kom nýlega út í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands. Höfundur þess er undirritaður. Kverið er eingöngu gefið út á rafrænu formi. Það má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans, https://www.lbhi.is/saga_bunadarfelags_andakilshrepps
Andakílshreppur var langt fram á síðustu öld dæmigerð landbúnaðarbyggð. Búnaðarfélagið var því helsti félagslegi vettvang­urinn, auk hreppsskilafunda, þar sem framfaramál sveitarinnar voru rædd og ákvarðanir teknar. Saga búnaðarfélagsskapar í hreppnum er því um leið saga mannlífs þar, rétt eins og í mörgum öðrum sveitum. Félagsstarfið var stundum líflegt en stundum dauft.

Með sameinuðu afli innan Búnaðarfélagsins, á grunni hins gamla Jarðyrkjufélags, tóku bændur á móti nýjum tímum í ræktun og búskap með eflingu metnaðar, styrkti þá til verkfæra­kaupa og réði búfræðinga til starfa. Hreppsbúar glímdu við afleið­ingar mæðiveikinnar, stofn­uðu til tilraunabús í refarækt með Hvanneyar­skóla, börðust fyrir samgöngubótum og stofnuðu vélaverkstæði í Bæ í Bæjarsveit, sem enn starfar. Viðamesta verk félagsins í dag er rekstur stórvirkra búskaparvéla, rekstur sem staðið hefur í meira en sjötíu ár – svo fátt eitt sé nefnt af því sem búnaðarfélagsskapurinn í Andakílshreppi hefur komið til leiðar.

Allt þetta má lesa um í kverinu, sem öllum er aðgengilegt á áðurnefndri heimasíðu. Kverið er framlag til byggðasögu Anda­kílshrepps á mestu breytinga­tímum íslensks þjóðlífs til þessa.

Bjarni Guðmundsson

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...