Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði
Mynd / HKr.
Líf&Starf 24. ágúst 2021

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Berufirði í samræmi við 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi . Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 31. maí 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. júní 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir allt að 9.800 tonna hámarkslífmassa, þar af 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi, í kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Berufirði á breyttum eldissvæðum, Gautavík, Hamraborg I, Glímeyri og Svarthamarsvík, ásamt breytingu á útsetningaráætlun.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1138 í Berufirði mun ekki fara yfir 9.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Berufjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...