Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagur íslenska fjárhundsins
Mynd / Ágúst Elí Ágústsson
Líf og starf 28. ágúst 2023

Dagur íslenska fjárhundsins

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og þann 18. júlí ár hvert er haldinn hátíðlega dagur íslenska fjárhundsins víðs vegar um landið og heiminn.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í áttunda sinn í ár og ávallt hefur Árbæjarsafn boðið fulltrúum tegundarinnar til sín í tilfefni dagsins.

Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari og hundaeigandi, er ein af þeim sem standa að baki hátíðisdeginum. „Dagurinn er fæðingardagur Marks Watson en á sínum tíma vakti hann athygli á því að íslenski fjárhundurinn væri að deyja út og í samstarfi við hann, Sigríði Pétursdóttur og fleiri var Hundaræktarfélag Íslands stofnað árið 1969 til að vernda og stuðla að hreinræktun íslenska fjárhundsins.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, auk þess sem samfélagsmiðlar eru vel nýttir til að senda kveðjur og myndir,“ segir Þórhildur.

Á heimasíðu íslenska fjárhundsins, www.dif.is, má lesa um sögu hans en þar segir að tegundin hafi komið til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og hafa vinnueiginleikar hans aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum, en í dag er íslenski fjárhundurinn vinsæll heimilishundur. Íslenski fjárhundurinn er þekktur fyrir að vera glaður, forvitinn og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund. Útlit hundsins er kröftugt, tæplega meðalstór að hæð, hárafar ýmist snöggt eða loðið með upprétt eyru og hringað skott. Í tilefni dagsins, þann 18. júlí sl., komu saman nokkrir fulltrúar tegundarinnar í Árbæjarsafni í Reykjavík.

8 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....