Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarliði Erlendsson tekur við viðurkenningu fyrir hönd frænda síns, Kristins í Árbæjarhjáleigu, fyrir besta lambhrútinn. Með honum er Brynjar Gísli Stefánsson í Þjóðólfsshaga.
Sumarliði Erlendsson tekur við viðurkenningu fyrir hönd frænda síns, Kristins í Árbæjarhjáleigu, fyrir besta lambhrútinn. Með honum er Brynjar Gísli Stefánsson í Þjóðólfsshaga.
Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir
Líf&Starf 28. október 2015

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: EGM
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu stóð fyrir degi sauðkindarinnar í félagsheimilinu Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 17. október. Var þetta í áttunda sinn sem slíkur viðburður er haldinn.
 
Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Um 300 gestir mættu á sýninguna. 
 
Efstu lambhrútar
 
Nr. 43 frá Árbæjarhjáleigu með  89.5 heildarstig. F: Bursti  12-912.
Nr.  358 frá Saurbæ með  88 heildarstig. F: Babar 14-078.
Nr. 11 frá Djúpadal með  88 heildarstig. F: Snævar 12-333.
 
Veturgamlir hrútar
 
14-354 Farsæll frá Hemlu með 38.5 stig BML og 90 heildarstig. F: Fannar 10-488. 
14-520 Fannar frá Kálfholti með 37.5 stig BML og 90 heildarstig. F: Bellman 13-193 Álfhólum.
14-138 Hnökri frá Vestra Fíflholti með 37.5 BML og 89 heildarstig. F: Bekri 12-911.
 
Gimbrar
 
Nr. 5126 frá Austvaðsholti  með 9.5 fyrir frampart, 19 læri og heildarstig 47.5.
Nr. 666 frá Teigi með 9.5 fyrir frampart, 19 fyrir læri og 46.5 heildarstig.  
Nr.  38 Frá Skíðbakka 1 með 9.5 fyrir frampart, 19 læri og heildarstig 46.5.
 
Gestir völdu litfegursta lambið og var valin svartflekkótt gimbur frá Brekku í þykkvabæ.
Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. 4 af 5 efstu ánum voru frá Skarði. Efsta ærin var 10-110 frá Skarði með 118.5 stig.
 
Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigrúnu Brynju Haraldsdóttur, Svanavatni og vó 29 kg og DU3.
 
Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2014.  Félagsbúið Ytri-Skógum.
Styrktaraðilar sýningarinnar voru Húsasmiðjan Hvolsvelli, SS sem gaf gestum kjötsúpu og fjörulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur.
 
Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur, Berjanesi.
 
Í lokin voru boðin upp 2 lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði.  

5 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....