Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glaðlegur hópur allra leikara og fólks á bak við tjöldin á frumsýningarkvöldi.
Glaðlegur hópur allra leikara og fólks á bak við tjöldin á frumsýningarkvöldi.
Líf&Starf 11. nóvember 2021

Freyvangsleikhúsið setur upp frumsamið verk - Smán!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangur á sér langa sögu bæði samkomuhúss og leikhúss en það hefur iðað af lífi um árabil. Samkvæmt dagblaðinu Degi árið 1957 er „Sjónleikurinn Ráðskona Bakkabræðra sýndur að Freyvangi, Öngulsstaðahreppi“ auk þess sem ónefnd hljómsveit lék þar að loknum sjónleik.

Nú í ár er verkið Smán 59. stóra sýningin sem fer þar á fjalirnar, fyrir utan alla kabaretta og stuttverk sem hafa ratað þar á svið og má því segja að Freyvangsleikhúsið sé afar stór partur af sögu Eyjafjarðarsveitar og verður vonandi starfrækt þar áfram sem lengst.

Leikverkið Smán á sér þá forsögu að vorið 2019 var haldin handritasamkeppni á vegum Freyvangsleikhússins þar sem höfundar fóru undir dulnefnum. Höfundurinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir bar sigur úr býtum og Sindri Swan leikstjóri fenginn til að leikstýra. Fyrirhugaðri uppsetningu þurfti að fresta vegna ástandsins í samfélaginu en nú hafa þau Sigríður og Sindri unnið ötullega að útfærslu verksins og útkoman glæsileg. Leikverkið Smán gerist á kaffihúsi og bar á Norðurlandi um aldamótin 2000 þar sem halda til nokkrar ólíkar manneskjur. Verkið gerist á einni helgi og þarna á mörkum einkarýmis og almannafæris fáum við að fylgjast með hvernig líf þessa fólks fléttast saman á mismunandi vegu. Einnig rekast inn á barinn ýmsar persónur sem gæða staðinn lífi.

Samhliða því fylgjumst við með persónunni Marbellu þar sem hún gerir upp fortíðina í sínum eigin hugarheimi.
Allar eru persónurnar á einhvers konar flótta undan lífinu eða bara sjálfum sér og sumum verður tíðrætt um að fara eitthvað annað … eða vita jafnvel ekki hvort þau eru að koma eða fara, hvað þá hvert.

Alls eru á sviðinu 10 leikarar og að lágmarki 30 manns sem koma að uppsetningunni enda stór hópur hönnuða, smiða, tæknifólks og annarra sem til viðbótar við leikendur gera frábæra sýningu. Alheimsfrumsýning á Smán var 22. október síðastliðinn en nánari upplýsingar varðandi sýningartíma má finna á freyvangur.is sem og á FB síðu Freyvangsleikhússins. Miðapantanir eru á tix.is og í síma 857-5598.

Skylt efni: Áhugaleikhús | Freyvangur

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...