Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 29. júní 2023

Mr. Iceland heiðraður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ferðaþjónustubóndinn og hvítlauksræktandinn Hörður Bender á Efri-Úlfsstöðum í Landeyjum var á dögunum útnefndur Sproti ársins 2022 á aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands.

„Auðvitað er jákvætt að fá viðurkenningu og gaman að fá hvatningu frá greininni. Það er gaman að ferðaiðnaðurinn taki svona vel á móti nýjum aðilum í greininni,“ segir Hörður.

Á Njáluslóðum

Starfsemi Harðar og fjölskyldu hans gengur undir nafninu Mr. Iceland. „Mr. Iceland býður upp á hestatengdar menningarferðir þar sem erlendir ferðamenn koma og fá reiðkennslu, hestaferð og íslenska máltíð í hesthúsinu. Þar sem við erum á Njáluslóð segi ég frá nágrönnum mínum, Njáli og Gunnari, og til að gera reynsluna skemmtilegri klæðum við okkur öll í skikkjur áður en við ríðum af stað. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og valdi tímaritið Vanity Fair okkur sem bestu ferðamannaupplifun á Íslandi,“ segir Hörður.

Hvítlaukurinn í hagli og roki

Hörður ræktar líka hvítlauk en vorið reyndist honum erfitt.

„Við erum enn í hvítlauks­baráttunni og settum niður hvítlauk í fyrrahaust sem er kominn upp núna. Vorið í ár var hins vegar ekki til að hjálpa og þegar ég stóð úti í akri og horfði á hvítlaukinn barinn niður af hagli og roki varð ég enn staðfastari í því að ef við ætlum vera betri að rækta grænmeti þá verðum við að byggja upp betri aðstæður með skjóli,“ segir Hörður hlæjandi.

Gulrætur og lífræn ræktun

Það er meira en nóg að gera á Efri­ Úlfsstöðum við alls konar ræktun.

„Við erum að klára núna að gróðursetja sex þúsund tré í skjólbelti ásamt því að hefja okkar lífrænu ræktun á gulrótum.

Við höfum tekið frá um það bil 20 hektara af ökrum sem verða lífrænt svæði. Í ár setjum við niður í 5 hektara og hvílum hina akrana en það er svokölluð skiptiræktun,“ segir Hörður.

Hörður nýtir lystisemdir nærumhverfisins þar sem sagan, menningin, náttúran, maturinn og hestarnir eru allt í öllu.

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...