Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Embluverðlaununum.
Frá Embluverðlaununum.
Mynd / Espen Solli
Leiðari 23. júní 2022

Af mönnum og matvælum

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Þann 20. júní síðastliðinn voru fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands viðstödd afhendingu Embluverðlaunanna í Osló. Um er að ræða norræn matarverðlaun sem voru stofnuð af norrænu bændasamtökunum og eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Verðlaun eru veitt fyrir ýmsa flokka en í ár voru sjö aðilar tilnefndir af Íslands hálfu í jafnmörgum flokkum.
Þau sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Jökla rjómalíkjör, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar.

Það var ánægjulegt að fylgjast með og fá að taka þátt í þessari hátíð. Þrátt fyrir að engin verðlaun féllu okkur í skaut að þessu sinni þá fylgir tilnefningunum umtalsverð viðurkenning á þeim frábæru og metnaðarfullum verkefnum í íslenskri matvælaframleiðslu sem sprottin eru af nýsköpun þar sem fjölbreytileikinn er mikill.

Sú staðreynd að Ísland hafi hlotið tilnefningar í öllum flokkum er einnig mikil hvatning til allra þeirra sem eru í vöruþróun á Íslandi. Þetta veitir okkur einnig innsýn inn í hvað aðrir eru að gera og myndun nýrra tengsla veitir okkur öllum veganesti inn í framtíðina. Til hamingju öll sem voruð tilnefnd og höldum áfram að setja fleiri stoðir undir vöruþróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu til framtíðar.

Mataræðisráð

Unnið er að mataræðisstefnu fyrir öll Norðurlöndin en þetta er stefna sem unnin er af Norrænu ráðherranefndinni. Í tengslum við Embluverðlaunin var haldið málþing um þróun og stöðu þessarar stefnu fyrir öll Norðurlöndin en fyrirhugað er að leggja fram nýja stefnu í júní 2023.

Eldri stefna er um 10 ára gömul og við endurskoðunina hefur verið mikið rætt um að auka vægi grænmetis og annarrar fæðu á kostnað kjötafurða. Ég tel mjög mikilvægt að við komum sjónarmiðum okkar á framfæri við þessa vinnu. Það kom fram á málþinginu að horfa til hefða og sögu í mataræði hverrar þjóðar en ekki síður að horfa til sjálfbærni og kolefnisspora af þeim matvælum sem sett verða fram í þessari ágætu stefnu.

Starfsumhverfi matvælaframleiðenda er misjafnt milli landa þar sem útflutningur sumra landa af landbúnaðarvörum er 75% af framleiðslu viðkomandi lands, líkt og raunin er í tilfelli Dana. En við erum á svipuðum stað og Norðmenn sem eru einungis að horfa á innanlandsneyslu.

Það er ánægjulegt að sjá að sjálfbærni er tekið með í reikninginn og gefur okkur tækifæri til að gera enn betur en þegar er gert.

Spretthópurinn

Nú liggur fyrir niðurstaða svokallaðs spretthóps sem skipaður var af matvælaráðherra. Þar eru ýmsar tillögur lagðar fram og það sem mest hefur verið rætt um er beinn stuðningur á grundvelli fjármuna sem koma á þessu ári. Þær er ekki síður ánægjulegar tillögurnar sem settar eru fram sem eru verkefni komandi ára.

Hópurinn leggur fram tillögur í átta liðum sem fjalla meðal annars um neyðarbirgðarhald, eflingu jarðræktar sem kornafurða og græn- metis, auknar jarðræktarrannsóknir, lífræna ræktun og fæðuöryggi landsins.

Mikilvægt er að unnið verði áfram með þessar tillögur og að þær raungerist fyrr en seinna, enda um að ræða mikilvægar aðgerðir sem munu nýtast okkur til framtíðar.

Ég vil koma á framfæri að þessi stuðningur skiptir máli þótt mikið beri á milli þeirra gríðarlegu kostnaðarhækkana í aðföngum og þeim stuðningi sem veittur er. Að lokum vil ég hrósa starfshópnum fyrir skelegga vinnu á mjög stuttum tíma og fínum tillögum sem ráðherra hefur gert að sínum. Þá vil ég þakka sérstaklega fyrir þá vinnu sem unnin var af hendi Bændasamtakanna en þar fóru fyrir Vigdís og Unnsteinn.

Í þessari vinnu fundum við þó fyrir því að nauðsynlegt er að efla hagtölusöfnun innan samtakanna og stendur til að efla þá þekkingu á næstunni.

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...