Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjókvíaeldi í Arnarfirði.
Sjókvíaeldi í Arnarfirði.
Lesendarýni 14. júlí 2023

Áhættumatið og annarleg sjónarmið

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur.

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannessonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bændablaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Valdimar ýjar jafnframt að því að annarleg sjónarmið og spilling hafi ráðið för við úthlutun eldisheimilda.“

Það er athyglisvert að rannsóknastjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun notar orðið spilling en það hefur ekki verið notað í mínum greinum eða rannsóknaskýrslum þegar verið er að fjalla um aðkomu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.

Málið varðar undirbúning og gerð laga um fiskeldi sem samþykkt var á árinu 2019 á Alþingi Íslendinga þar sem leiðin var vörðuð til mikils fjárhagslegs ávinnings erlendra fjárfesta og íslenskra fulltrúa þeirra. Í því ferli hefur áhættumat erfðablöndunar leikið eitt af lykilhlutverkum.

Hvað er spilling?

Byrjum að skoða skilgreiningu á spillingu en Íslandsdeild Transparency International skilgreinir hugtakið eftirfarandi:

,,Spilling er misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Spilling þrífst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með.“

Til að hægt sé að tengja Ragnar Jóhannsson og aðra sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar sem unnið hafa að áhættumatinu við spillingu þurfa þeir að hafa persónulegan ávinning af sínum gerðum en slíkar upplýsingar virðast ekki liggja fyrir. Það væri því afar ósanngjarnt og óheiðarlegt að saka sérfræðinga stofnunarinnar um spillingu

Aftur á móti eru sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar sem hafa unnið að áhættumati erfðablöndunar, sakaðir um annarleg sjónarmið og ófagleg vinnubrögð.

Aðkoma og gagnsæi

Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar áttu nokkra fundi með starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi á árinu 2017 þar sem rætt var um áhættumat erfðablöndunar. Fyrrihluta ársins var mætt nokkrum sinnum á fundi með stefnumótunarhópnum og á síðasta fundinum seinni hluta apríl er athyglisvert að ekkert kemur fram um hvað var rætt. Það sem er einnig athyglisvert að þáverandi stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða, sem höfðu mestu fjárhagslega hagsmuni að gæta, voru í stefnumótunarhópnum og sátu alla þessa fundi en hagsmunaaðilar aðrir en Landssamband veiðifélaga höfðu ekki aðgang að borðinu. Hafrannsóknastofnun kynnti áhættumatið 14. júlí 2017 fyrir stefnumótunarhópnum og í fundargerð kom fram að nefndarmenn fengju sendar glærurnar og áhættumatsskýrslu eftir kl. 14 þegar hlutabréfamarkaður í Noregi hefur lokað. Ágæti lesandi, hér er vitnað í fundargerð hjá opinberum stefnumótunarhópi. Lög um fiskeldi þar sem áhættumat erfðablöndunar er vistað voru síðan samþykkt á Alþingi Íslendinga árið 2019 og bæði laxeldisfyrirtækin voru síðan komin á norskan hlutabréfamarkað á árinu 2020.

Úthlutun framleiðsluheimilda

Framleiðsluheimildum til eldis á frjóum laxi, þar sem hægt er að vera með eldi m.v. núverandi eldistækni, er mögulegt að úthluta á Austfjörðum, Eyjafirði og Vestfjörðum skv. aug- lýsingu nr. 460/2004. Af einhverjum ástæðum var Ísafjarðardjúp undan- skilið fyrst til að byrja með og síðan innan við Æðey sem tekið verður fyrir í annarri grein.

Það eru forsendurnar í áhættumatinu sem mestu ráða hve miklum framleiðsluheimildum er úthlutað hverju sinni. Höfundur m.a. í greinum í Bændablaðinu hefur gert alvarlegar athugasemdir við forsendur sem stuðst er við í áhættumati erfðablöndunar. Það hefur ekki alltaf verið vandað til verka og í því samhengi má benda á skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í byrjun þessa árs en þar kemur m.a. fram: ,,þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi talið að nákvæmari gögn þyrfti þá breyttist áhættumatið töluvert til aukningar við endurskoðun þess árið 2020.“

Hve miklu er úthlutað hverju sinni má m.a. sjá í samhengi við væntingar og þrýstings frá hagsmunaaðilum. Hvernig staðið hefur verið að úthlutunum framleiðsluheimilda í nafni áhættumats erfðablöndunar hefur haft takmarkað eða ekkert með náttúruvernd að gera.

Úthlutanir í einstaka firði

Framleiðsluheimildir fyrir einstaka firði/fyrirtæki ráðast að mestu af fjölda veiðiáa á svæðinu og hvernig dreifing strokulaxa er háttað í líkani áhættumatsins:

  • Dreifing strokulaxa: Líkanið hefur alltaf gert ráð fyrir of mikilli dreifingu á strokulöxum í veiðiár í staðinn fyrir að gera ráð fyrir að hann gangi að öllu jöfnu í mestu mæli í ár í sama firði og slysaslepping átti sér stað. Hafrannsóknastofnun viðheldur áfram röngum forsendum í áhættumatinu með að standa rangt að vöktun á strokulöxum. Það felur í sér að undanskilja vöktun á fjölmörgum veiðiám á eldissvæðum og vakta ekki á haustin þegar mest er af strokulaxi í ánum.
  • Fjöldi veiðiáa: Í grein rannsóknastjórans kemur fram ,,Þetta á ekki við rök að styðjast því litlar ár sem á annað borð fóstra sjálfbæran nytjastofn eru einnig teknar með.“

Þessi málflutningur hefur oft komið fram hjá rannsóknastjóranum en mönnum er að verða ljóst að hér er ekki rétt með farið og er m.a. vísað í greinar höfundar í Bændablaðinu, ábendingar og athugasemdir erfðanefndar landbúnaðarins, vísindanefndar sem var falið að rýna áhættumatið, Skipulagsstofnunar og Ríkisendurskoðunar.

Að lokum

Þegar skoðaðar eru umsagnir óháðra sérfræðinga við fiskeldisfrumvarpið á árinu 2019 kemur í ljós að þeir gera alvarlegar athugasemdir við áhættumat erfðablöndunar og setja sig almennt gegn innleiðingu þess.

Eftir á að hyggja má segja að betra hefði verið fyrir stjórnvöld að hlusta á og fylgja ráðleggingum höfundar og annarra óháðra sérfræðinga.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...