Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borgaralaun fyrir bændur
Mynd / Jón Eiríksson
Lesendarýni 8. nóvember 2023

Borgaralaun fyrir bændur

Höfundur: Halldóra Mogensen, alþingismaður.

Núverandi staða bænda er óásættanleg. Stöðugar fréttir berast af því að stór hluti bænda ráði ekki við gífurlegar vaxtahækkanir og verðbólgu síðustu mánaða.

Halldóra Mogensen.

Kallað hefur verið eftir auknu fjármagni af hendi stjórnvalda og því ákalli verður að svara. Staða bænda er brýn og mikil hætta er á að fjöldi bænda endi í gjaldþroti eða rétt nái að skrimta með því að vinna fulla vinnu samhliða bústörfum. Þetta er óásættanleg staða fyrir bændur og samfélagið allt.

Við í Pírötum höfum talað lengi fyrir borgaralaunum. Hugmyndin um borgaralaun er sú að allir fái úthlutað upphæð sem nægir til þess að ná endum saman óháð atvinnu eða félagslegri stöðu. Skilyrðislaus grunnframfærsla gæti hentað bændum vel þar sem störf bænda eru oft árstíðabundin og sveiflukennd. Borgaralaun tryggja reglulega innkomu og aukinn stöðugleika og þar sem launin eru skilyrðislaus stuðla þau jafnframt að aukinni nýliðun og nýsköpun í greininni.
Það hefur lengi verið fyllilega ljóst að núverandi styrkjakerfi setur bændum of þröngar skorður og þegar harðnar í ári líkt og nú þá sitja bændur eftir með háar skuldir, himinháa vexti og síhækkandi verð á aðföngum.

Núverandi landbúnaðarstefna leggur of mikla áherslu á framleitt magn, sem getur bæði ýtt undir offramleiðslu og veitir fólki ekki svigrúm til að rækta það sem það langar helst. Þessu þarf að breyta. Auk borgaralauna þarf að innleiða betri framleiðslustyrki sem og hvatastyrki til að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Þá væri meiri hvati til að stunda aðra ræktun meðfram hefðbundnum búskap, eins og til dæmis baunarækt, berjarækt, hamprækt, kornrækt og þörungarækt. Auk þess væri hægt að vinna að umhverfis- og loftslagstengdum verkefnum eða hverju því sem bændum og öðrum framsýnum einstaklingum dettur í hug að framkvæma.

Það gleymist oft að kerfi eru búin til af fólki. Þau eru afrakstur hugmynda og málamiðlana um hvernig best sé að skipuleggja og reka samfélög. Ekkert af því er meitlað í stein, ekkert af þessu er ófrávíkjanlegt náttúrulögmál. Núverandi kerfi þjónar ekki lengur bændum né breyttum þörfum samfélagsins. Við verðum að tryggja matvælaöryggi á tímum loftslagsbreytinga og örra tæknibreytinga.

Okkur ber að útfæra betra kerfi, kerfi sem tryggir bændum skilyrðislausa grunnframfærslu sama hvernig viðrar og stuðlar að nýsköpun og nýliðun í greininni. Breytingar í landbúnaði og matvælaframleiðslu hér á landi hafa ekki verið bændum til hagsbóta. Bændum fer sífækkandi og nýliðun í greininni er lítil.

Borgaralaun gætu verið skref í átt að nýrri framtíðarsýn í landbúnaði. Framtíðarsýn sem leggur áherslu á velsæld og öryggi bænda, matvælaöryggi, sjálfbærni og tryggir jafnframt að umhverfis- og náttúruvernd, velferð dýra, hagsmunir neytenda og heilbrigð byggðaþróun sé í forgangi þegar hið opinbera beitir hvötum eða styrkjum.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...