Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Efla þarf stöðu landsbyggðar
Lesendarýni 2. maí 2023

Efla þarf stöðu landsbyggðar

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.

Nýlega birti Byggðastofnun nýjar mannfjöldatölur um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna og kom þar fram að íbúar á Íslandi eru 387.758 en þar af búa 369.048 (95%) í byggðakjörnum og 18.710 (5%) í dreifbýli.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 240.882 íbúar (64% landsmanna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðis. Íbúum landsins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á árinu 2022 en mest fjölgun varð á Suðurnesjum (6,7%) og á Suðurlandi (4,2%). Þegar maður rýnir í þessar tölur má sjá að íbúum landsbyggðar fer fækkandi og straumurinn liggur allur á suðvesturhornið, ég tel að það sé mikilvægt að við höldum öllu landinu í byggð og gerum fólki kleift að velja sér búsetu í landinu þar sem það vill búa og stuðla þannig að blómlegri byggð um allt Ísland. Landið er fagurt og frítt og náttúruundrin víðast hvar stórkostleg og það eru í raun forréttindi að búa á landsbyggðinni.

En hvað getum við gert til þess að auka búsetu á landsbyggðinni?

Ég tel að tækifæri landsbyggðarinnar séu í fjórum atriðum, ferðaþjónustu, sjávarútvegi, landbúnaði og einnig ætti að færa stofnanir og störf hins opinbera út á land, það er vel hægt með nútímatækni og störfum án staðsetningar.

Hvað sjávarútveg varðar þá þarf að hugsa það kerfi upp á nýtt, kerfið er búið að missa marks og er að eiga sér stað samþjöppun sem stuðlar að því að aflaheimildir dreifast ekki á byggðir landsins, heilu sveitarfélögin og þorpin lamast. Ég tel að best væri að aflaheimildum væri skipt jafnt á milli sveitarfélaga í landinu. Til að tryggja atvinnu í byggðarkjörnunum.

Í landbúnaðinum ríkir alvarleg staða, meðalaldur bænda er 60 ár og fer þeim fækkandi.Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvæla- ráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár. Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi. Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg. Nú stefnir í að haustið 2024 verði á markaði um 300 tonnum minna af íslensku nautakjöti en síðustu tvö ár.

Það þarf að stórauka framlög til bænda í gegnum búvörusamninga, einnig þarf ríkið að skapa sér nýja stefnu sem snýr að fæðuöryggi í landinu, aðgengi að matvælum sem framleidd eru í landinu fer minnkandi. Setjum landsbyggðina á dagskrá og verndum grunngildi þjóðarinnar.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...