Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Mynd / Atli Dagur Ólafsson
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Höfundur: Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta hennar.

Vinsæl leið til þess er að standa við árbakka með veiðistöng í hönd. Þeir stofnar fiska sem flestir sækja í að veiða eru þó að fást við gríðarlegar
áskoranir, s.s. sögulega ofveiði og ekki síður skerðingu og eyðileggingu búsvæða. Ætli laxinn okkar sé ekki skýrasta dæmið um slíkt? Margt hefur verið reynt til þess að aðstoða ferskvatnslíf, með misjöfnum árangri þó. Fiskirækt var mikið stunduð og er að nokkru leyti enn, sem var ætlað að hjálpa stofnunum. Nýjar rannsóknir sýna þó fram á að slík afskipti hafa komið niður á hæfni villtra stofna til að lifa af.

En hvað á þá að gera til þess að hjálpa röskuðum ferskvatnsvistkerfum og þeim tegundum sem þar búa? Svarið getur komið á óvart en það er endurheimt vistkerfa á landi!

Endurheimt vistkerfa á landi gerir það að verkum að aukning verður í hringrás næringarefna á svæðinu, þar sem sterk og öflug þurrlendisvistkerfi leiða af sér að aðliggjandi ferskvatnsvistkerfi verði öflugri og fæðuframboð fyrir laxfiska á mismunandi æviskeiðum tryggara. Endurheimt votlendis gerir það sömuleiðis að verkum að búsvæði ferskvatnslífvera stækkar. Votlendissvæði bjóða upp á fjölbreytt búsvæði sem hvort tveggja veitir skjól og næringu fyrir ferskvatnslífríki. Víða eru hindranir fyrir fiska að ferðast milli svæða þegar votlendissvæðum hefur verið raskað en með vel ígrunduðum endurheimtaraðgerðum er hægt að auka við útbreiðslusvæði, s.s. með aukningu á hrygningarsvæðum laxa og silunga.

Votlendissvæði virka í raun eins og svampur, þar sem þau geyma mikið magn af fersku vatni og jafna flæði yfirborðsvatns inn í ferskvatnskerfi. Hæg losun vatns frá mýrlendi hjálpar til við að viðhalda stöðugu vatnsborði í ám og lækjum, sem er mikilvægt fyrir lifun laxfiska, sérstaklega á tímabilum þar sem úrkoma er lítil. Að auki hefur einstök efnasamsetning votlendissvæða áhrif á vatnsgæði, þar sem mýrlendi virkar sem náttúruleg sía og hreinsar vatn þegar það síast í gegnum jarðvegslögin.

Það að ár og vötn brjóti bakka sína er vel þekkt vandamál hér á landi. Rannsóknir sýna að bakkar vaxnir birki og víðitegundunum eru í minni hættu af rofi og umfang rofferla er töluvert minna en á lítt grónum bökkum. Þetta er vegna þess að trjátegundirnar mynda djúpa og mikla rótarflækju sem heldur fast við jarðvegsefnin og ver bakkana betur fyrir rofi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir rask á búsvæðum laxa og silunga, og þar með auka lífsskilyrði þeirra.

Endurheimt þurrlendis og votlendis á landi skiptir sköpum þegar kemur að vernd og endurheimt ferskvatnsvistkerfa. Með því að notast við heildrænar aðferðir sem samþætta endurheimtaraðgerðir í vatni og á landi, komumst við nær því að styrkja og vernda þessa mikilvægu stofna í ám okkar og vötnum. Þar sem inngrip mannsins verður minni háttar að öðru leyti en því að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálfri.

Skylt efni: Land og skógar

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...