Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Opið bréf til alþingismanna, sveitarstjórna og lögfræðinga samtaka og ráðuneyta sem hafa aðkomu að
Lesendarýni 13. júlí 2023

Opið bréf til alþingismanna, sveitarstjórna og lögfræðinga samtaka og ráðuneyta sem hafa aðkomu að

Höfundur: Stefán Tryggva- og Sigríðarson, sérstakur áhugamaður um réttarríkið Ísland og framtíð sauðfjárræktar í landinu.

Ljóst er að þessa dagana eru að berast inn á borð sveitarstjórna kröfur landeigenda um smölun ágangsfjár. Það er jafnljóst að viðbrögð sveitarstjórna verða alls ófullnægjandi að mati þolenda.

Stefán Tryggva- og Sigríðarson.

Sveitarstjórnir munu leitast við að „vinna tíma“, leita ráða Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi ráðuneyta, auk þess að véfengja skyldur sínar til smölunar og gera ágreining um orðaskilgreiningar og álit umboðsmanns frá sl. hausti. Það mun því mikið vatn renna til sjávar, eða kannski margur hlaðvarpinn verða uppétinn, áður en til smölunar kemur. Komi á endanum til þess að sveitarfélögin smali mun slíkt ekki ganga þrautarlaust fyrir sig enda meira en að segja það að ná nokkrum kindum án aðhalds á tilteknu landi.

Takist slíkt samt sem áður verður næsta vandamál hvar eigi að sleppa fénu. Ljóst er að ekkert tryggir að sama staða komi ekki upp innan örfárra daga, annað en eigandi/ eigendur fjárins haldi því í fjárheldum girðingum á sínum heimajörðum það sem eftir lifir sumars. Niðurstaða mín er að hvernig sem á málið er litið, og þrátt fyrir lögbundnar skyldur sveitarfélaga til smölunar, verða aðgerðir af þessu tagi engin lausn til frambúðar. Mikill kostnaður leggst á fjáreigendur á endanum og það sem verra er, engin lausn á lausagöngu búfjár.

Lausaganga búfjár er ekki heimil

hugtakinu lausaganga felst samkvæmt orðanna hljóðan að búfénaður geti gengið laus eða frjáls. Það þýðir í huga flestra að hann sé ekki einasta óbundinn heldur jafnframt að hann þurfi ekki að vera í haldi innan girðinga. Þar með gefa menn sér að fénaðurinn geti gengið á því landi sem honum þóknast hverju sinni óháð eignarhaldi þess lands. Þessi skilningur sauðfjárbænda og margra annarra helgast fyrst og fremst af þeirri venju sem skapast hefur frá þeim tíma þegar sauðfé var á flestum jörðum og hagkvæmt þótti að hafa sameiginlega sumarhaga.

Samkvæmt búfjárhaldslögum er skilgreiningin á lausagöngu: Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars manns land í óleyfi. Skoðum aðeins hvað þarf til til að löggjafinn geti heimilað búfjárhöldurum afnot af annars manns landi í hans óþökk.

Til að lausaganga búfjár væri leyfð lögum samkvæmt væri um að ræða svokallaða takmarkaða eignarskerðingu á stjórnarskráðvörðum eignarréttindum landeigenda. Skilyrði þess að slíkum eignaskerðingum verði beitt er að þess sé sérstaklega getið í sérlögum og þær séu gerðar í almanna þágu. Hvorugu er til að dreifa hvað lausagöngu búfjár varðar. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni undanfarnar vikur að sauðfjárbændur telji að hefð tryggi þeim rétt til að beita annarra manna land. Um hefðun gilda lög sem hafa að mestu staðið óbreytt frá 1905. Þar er getið skilyrða sem fyrir hendi þurfa að vera til að hefðun geti átt sér stað. En menn geta sparað sér vinnu við að grúska mikið í lögunum því fyrir liggur hæstaréttardómur (Hrd. 1987, bls. 1656 Flateyjardalsheiði) þar sem kröfu um hefðun er hafnað vegna þess að eigendum þeirra jarða sem nýtt höfðu umrætt land, og kröfðust hefðunar, var allan tímann ljóst að landið var í eigu tiltekinnar jarðar þó nýting þess hafi verið látin viðgangast átölulaust um langan tíma.

Viljum við að þetta sé réttarríkið Ísland í dag?

Af framansögðu tel ég ljóst að engar forsendur eru til að heimila frjálsa för búfjár um lönd annarra. Flókin og oft og tíðum klúðursleg löggjöf hefur hins vegar gert það að verkum að einkum sauðfjárbændur og einstakar sveitarstjórnir, hafa tekið sér völd langt umfram heimildir. Mál er að linni og það ágæta fólk sem situr á Alþingi, og telur réttarríkið Ísland fremst meðal þjóða, axli ábyrgð sína.

Til að eyða þeirri óvissu og vandræðagangi sem nú ríkir í þessum málum, er nauðsynlegt að tekið verði hressilega til í því lagaumhverfi sem gildir um búfjárhald, fjallskil og afréttarmálefni og girðingar og það fyrr en seinna. Augljóslega þarf að leysa sveitarfélögin úr klafa skyldna við fámenna stétt búfjáreigenda og orða lögin með svo skýrum hætti að skylda búfjáreigenda til að halda fé sitt eingöngu innan lands sem þeir hafa umráðarétt yfir, sé afdráttarlaus.

Ég skora á lærða sem leika, sem telja að þessi skilningur minn eigi ekki við rök að styðjast, að hreyfa andmælum en þó aðeins að þeir geti rökstutt mál sitt málefnalegum rökum. Ég er ekki að biðja um að stofað verði til ritdeilna heldur að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir sem greitt geta götu þessa annars viðkvæma máls.

Skylt efni: beitarmál

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...