Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rannveig Guðleifsdóttir, frá Vottunarstofunni Túni, flytur erindi sitt á aðalfundi VOR á dögunum.
Rannveig Guðleifsdóttir, frá Vottunarstofunni Túni, flytur erindi sitt á aðalfundi VOR á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2020

Lambhagi má ekki merkja salat sitt með „Bio“-merki

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR – verndun og ræktun, félags framleiðenda í lífrænum búskap, sem haldinn var fyrir skemmstu, voru merkingamál og miðlun upplýsinga fyrir lífrænt vottaða framleiðslu eitt af aðalumfjöllunarefnunum. Í umræðum á fundunum kom fram að nýleg merking á Lambhaga­salatinu, þar sem orðið „Bio“ er prentað á umbúðirnar, væri ekki í samræmi við gildandi reglur.

Rannveig Guðleifsdóttir, frá Vottunarstofunni Túni, flutti erindi um merkingarmálin og kynnti fundargestum hvað leyfist í þessum málum.

Hún sagði að víða væri pottur brotinn og eftirliti væri almennt ábótavant með vörumerkingum þar sem tiltekið er að innihald vöru sé lífrænt eða lífrænt vottað. Eftirlitsskylda með vörumerkingum væri á verksviði heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með yfirumsjón Matvælastofnunar.

Lambhagasalatið má ekki bera „Bio“-merkingu.

„Bio“-merkingar óheimilar án vottunar

Hún segir að í tilfelli Lambhaga­salatsins sé dæmið alveg skýrt. „Í byrjun júní 2017 voru innleiddar hér á landi reglugerðir Evrópusambandsins fyrir Evrópska efnahagssvæðið er varða lífræna framleiðslu og innflutning á lífrænum afurðum frá löndum utan svæðisins. Í reglugerð 834/2007 eru ákvæði varðandi merkingar og tilvísanir í lífrænar aðferðir og þar segir beinlínis að allar tilvísanir í lífrænar aðferðir í merkingum á landbúnaðarafurðum og unnum matvælum séu óheimilar án vottunar. Eins og segir í reglugerðinni er notkun á öllum hugtökum sem listuð eru upp í viðauka reglugerðarinnar, þar með talið styttingum eins og „Eko“ og „Bio“, óheimil í öllum löndum sambandsins og á öllum tungumálum sambandsríkjanna. Þar sem þessi reglugerð er í gildi hér á landi á þetta líka við hér.

Lífrænt vottaðar matvörur eiga að bera Evrópulaufið

„Stærsta breytingin sem varð á reglum um merkingar á lífrænum matvælum hér á landi við innleiðingarnar er að öll matvara í neytendapakkningum sem hefur lífræna vottun á að bera Evrópulaufið ásamt kenninúmeri eftirlitsaðilans sem vottar vöruna á umbúðunum,“ segir Rannveig spurð um önnur þýðingarmikil ákvæði reglugerðanna fyrir okkur Íslendinga.

„Enn fremur bættust við tveir merkingaflokkar, sem ekki höfðu verið til staðar áður, þar sem aðeins hluti innihaldsefna er af lífrænum uppruna. Ekki má nota Evrópulaufið á merkingar slíkra afurða en skylt að kenninúmer vottunarstofu komi fram hjá innihaldslýsingunni. Annars vegar er það matvara sem inniheldur að hluta til óvottuð hráefni. Heimilt er að geta um lífræn innihaldsefni í innihaldslýsingu þeirra, að því gefnu að eingöngu séu notuð aukaefni sem heimilt er að nota í lífrænni framleiðslu og ekki sé blandað saman sama hráefni af lífrænum og hefðbundnum uppruna. Geta skal um hlutfall lífrænna innihaldsefna.
Hins vegar er það matvara sem er að uppistöðu afurðir úr villtum fiski eða dýrastofnum, en inniheldur líka hráefni úr lífrænum landbúnaði. Þá má geta þess í vörulýsingu að varan innihaldi lífræn hráefni og auðkenna lífræn hráefni í innihaldslýsingu. Öll innihaldsefni upprunnin í landbúnaði þurfa þá að vera lífræn og aukaefni þurfa að vera í samræmi við reglur um lífræna framleiðslu,“ segir Rannveig.

Eftirlitsaðilum gert auðveldara að taka á málunum

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvæla­stofnun, staðfestir orð Rannveigar. „Það er rétt sem Rannveig segir að það er óheimilt að vísa í lífrænar framleiðsluaðferðir nema viðkomandi sé vottaður lífrænn.

Það var gerð breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu í desember 2019 til að tryggja heilbrigðisnefndum lagastoð til að sinna eftirliti með merkingum sem tengjast lífrænum framleiðsluaðferðum á markaði (í verslunum). Í kjölfarið er auðveldara fyrir eftirlitsaðila að taka á þessum málum,“ segir Ingibjörg.

Hún bendir á nýlega vefsíðu á vef Matvælastofnunar þar sem leiðbeiningar um þessi mál sé að finna. Þar segi meðal annars: „Orðin lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynningar vöru nema hún hafi verið vottuð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...