Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ríkið keypti og seldi mjólkurkvóta fyrir um 67 milljónir króna
Mynd / BBL
Fréttir 24. október 2017

Ríkið keypti og seldi mjólkurkvóta fyrir um 67 milljónir króna

Matvælastofnun greindi frá því fyrir skemmstu að á fjórða og síðasta innlausnardegi fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2017 óskuðu tíu bú eftir að ríkið innleysti greiðslumark þeirra.

Alls var um 488.284 lítra að ræða að upphæð 67.383.192 króna.

Í tilkynningu Matvælastofnunar vegna viðskiptanna komu gild kauptilboð frá 35 framleiðendum og var alls óskað eftir að kaupa 1.824.310 lítra, að upphæð 251.754.780  krónur.

„Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks í samræmi við samning um starfsskilyrði í nautgriparækt sem tók gildi 1. janúar 2017. Innlausn greiðslumarks fer fram 1. mars, 1. maí, 1. september og 1. nóvember ár hvert. Á árinu 2017 er innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 138 krónur fyrir hvern lítra mjólkur. Samkvæmt fyrrnefndum samningi ríkis við bændur skulu framleiðendur sem eru nýliðar eða hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015 hafa forgang að kaupum 50% þess greiðslumarks sem Matvælastofnun innleysir á innlausnardegi. Sá pottur skiptist síðan jafnt á milli forgangshópanna í samræmi við 10. gr. reglugerðar nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Potturinn skiptist hlutfallslega í samræmi við það magn sem óskað var eftir af framleiðendum í fyrrgreindum hópum. Það greiðslumark sem þá er eftir er til úthlutunar öðrum kaupendum greiðslumarks og kaupendum í forgangshópum, að frádregnu því magni sem þeir fengu úthlutað úr forgangspotti.

Á innlausnardeginum 1. nóvember var 122.070 lítrum úthlutað til 25 framleiðenda úr forgangspotti 1, 10% umframframleiðslupotti og jafn mörgum lítrum til 3ja framleiðenda úr forgangspotti 2, nýliðunarforgangi. Að síðustu var 244.144  lítrum úthlutað úr almennum potti,“ segir í tilkynningunni. 

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...