Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar
Fréttir 21. desember 2017

Ríkisstjórnin bregst við vanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: TB

Lagt er til að veitt verði 665 milljóna króna framlag til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var utan þingfundar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var það skjalfest að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar yrði að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma.

Til að koma til móts við sauðfjárbændur vegna erfiðrar stöðu í greininni er lagt til að 300 milljónum króna verði varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Alls verði 200 milljónum króna varið í svæðisbundinn stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning samkvæmt gildandi búvörusamningi. Þá er áætlað að verja 100 milljónum króna til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar.

Ráðgert er að gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og fara 15 milljónir króna í það verkefni. Niðurstöður úttektarinnar verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá verði opnað á þann möguleika að allt að 50 m.kr. geti verið nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Frumvarpið í heild - pdf

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...