Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2017

SS staðgreiðir fyrir sláturfé í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sláturfélag Suðurlands hefur kynnt verðskrá sína fyrir sauðfjárafurðir á þessu hausti. Samkvæmt því greiðir SS bændum talsvert hærra verð fyrir afurðirnar en aðrir sláturleyfishafar sem kynnt hafa sínar verðskrár. 

Haustið 2016 greiddi SS að meðaltali 5-7% hærra afurðaverð en aðrar afurðastöðvar að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra SS. Þó SS  lækki nú greiðslur fyrir lömb að meðaltali úr 581,70 krónum í 415,28 kr/kg, eða um 28,6% miðað við verðið í fyrra, þá þýði það samt að félagið sé að greiða að jafnaði um 17-18% hærra verð á þessu hausti en aðrir sláturleyfishafar ef allt sé reiknað með.

Norðlenska kynnti í vikunni um 35% lækkun grunnverðs á flokki R2, eða í 352,39 kr/kg og frestun á greiðslum um mánuð. KS/SKVH hefur einnig kynnt svipaðar ráðstafanir og greiðir 348 kr/kg.

Steinþór bendir á að SS greiði auk þess hærri yfirborganir vegna slátrunar í september en hin félögin og bjóði staðgreiðslu fyrir slátrun sem bændur meti mikils.  Þegar þetta sé allt reiknað inn í dæmið sé SS að greiða 17-18% hærra verð en aðrir sláturleyfishafar.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...