Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigrún Reynisdóttir á Engi stundar lífrænt vottaðan búskap í Laugarási.
Sigrún Reynisdóttir á Engi stundar lífrænt vottaðan búskap í Laugarási.
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2015

Þrengt að lífrænum búskap með nýjum evrópskum reglugerðum

Höfundur: smh
Fyrir Evrópuþinginu liggja nú drög að nýrri reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu í Evrópusambandinu. 
 
Eins og fram kom í síðasta Bændablaði flutti Serge Massart, sem starfar við stefnumótun fyrir Organic Farming International, DG Agri í Brussel, erindi á málþinginu þar sem hann fjallaði um stöðu og horfur í lífrænum búskap í Evrópu. Í máli hans kom fram að með nýrri reglugerð yrði til svigrúm til sveigjanleika, fyrir lífrænt vottaða framleiðendur, vegna svæðabreytileika sem framleiðendur búa við. Jafnframt kom þó fram að með reglugerðinni sé stefnan að halda undanþágum í lágmarki og afnema þær eins fljótt og hægt er. 
 
Snertir Ísland mjög mikið sem jaðarsvæði 
 
Dr. Ólafur Dýrmundsson.
Dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands og félagi í Evrópudeild IFOAM, alþjóðasamtökum bænda í lífrænum búskap, segir að margt orki tvímælis í þessum reglugerðardrögum – og tal Massart um svigrúm til sveigjanleika sé nánast þversögn við það sem hann hafði að segja, um að undanþágum verði haldið í lágmarki og skuli afnema eins hratt og kostur sé. „Þessi nýja reglugerð snertir okkur Íslendinga sem jaðarsvæði auðvitað mjög mikið. IFOAM hefur ályktað um þessi drög, þar sem fram kemur að betra hefði verið að endurskoða reglugerðina frá 2007. Ástæða þess að verið er að búa til nýjar reglur er að upp komu svikamál, til dæmis á Ítalíu, þar sem vottunarstofur urðu uppvísar að því að falsa vottun fyrir tilteknar vörur sem ættaðar voru úr Austur-Evrópu. Leið Evrópusambandsins var að semja nýja reglugerð, án þess að taka fullnægjandi tillit til framleiðenda. 
 
Gagnrýni IFOAM beinist gegn ýmsum atriðum. Eitt af þeim er að með þessum nýju reglugerðum á að skrúfa að miklu leyti fyrir þann sveigjanleika sem framleiðendum hefur verið gefinn á aðlögunartímanum. Þá eru skildir eftir lausir endar fyrir Evrópusambandið til að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Framleiðendur eru ósáttir með að þetta sé ekki afdráttarlausara – það geti leitt til geðþóttaákvarðana og minna verði um samráð. Þá er alveg skýrt að undanþágum á að fækka – og þetta atriði getur skipt miklu máli fyrir Ísland. Í því sambandi má nefna að reglugerðin gerir ekki ráð fyrir heimild til notkunar á venjulegu fræi sem ekki er lífrænt vottað. Hjá okkur eru aðstæður þannig að við höfum hreinlega ekki fræ til að uppfylla skilyrðin. Þá verður tekið fyrir að hægt verði að færa búfé úr hefðbundnum búskap yfir í aðlögunarferli sem yrði að lokum lífrænt vottað. Hjá okkur hefur það verið venjan að bændur færi sig úr hefðbundnum búskap yfir í lífrænan – byrja ekki alveg frá grunni. Þá verður ekki lengur heimilt að nota ákveðin efni úr hefðbundinni matvælaframleiðslu til úrvinnslu í lífrænni matvælaframleiðslu – þó að önnur lífrænt vottuð efni séu ekki tiltæk.“
 
Samdráttur yfirvofandi verði reglugerðinni ekki breytt
 
„Það sem er kannski erfiðast í þessu er að hingað til hefur verið leyft að aðlaga hluta bújarðar. Við íslenskar aðstæður er þetta mjög mikilvægt, vegna þess að við erum með stórar jarðir og það getur verið að hluti hennar henti vel til lífrænnar framleiðslu en hluti hennar alls ekki. Lífrænn búskapur hefur að mörgu leyti þróast þannig að bændur hafa tekið hluta af jörðinni eða búskapnum fyrst og svo fikrað sig áfram þannig og endað á því að taka hann allan. Þetta verður stórmál í öllum löndum. 
 
Svo er það málið með erfðabreyttar lífverur. IFOAM er sérstakleg umhugað um að vel sé frá öllu gengið varðandi merkingar á slíkum afurðum og vörum – en það er ekki gert að þeirra mati eins og reglugerðin lítur út í dag. Einnig gerir reglugerðin ráð fyrir að ekki megi lengur nota fóður sem er í aðlögunarferli – en ekki fullvottað. Einungis verði heimilt að nota óvottað fóður komi til harðinda eða náttúruhamfara.
Lífrænir bændur eru mjög uggandi yfir þessum ákvæðum og almennt er talið innan IFOAM að með þessum reglum sé svo þrengt að starfsumhverfi í lífrænum búskap að stöðnun gæti ríkt í kjölfar á gildistöku – eða jafnvel að samdráttur verði.  Að bændur sem núna séu í vottuðum búskap eða í aðlögun treysti sér ekki til að halda áfram.  Þegar þessar áhyggjur voru látnar í ljós síðastliðið vor, við þann starfshóp sem vann drögin, var einfaldlega tekið undir þau sjónarmið. Það þótti félögum IFOAM vera undarleg viðbrögð.“
 
Merki lífrænt vottaðra afurða í Evrópusambandinu.
Ef fer sem horfir mun nýja reglugerðin um lífrænan landbúnað í Evrópusambandinu taka gildi árið 2017 og er því reiknað með að um tvö ár fari nú í samningaviðræður og reglugerðarbreytingar. Ólafur segir að undanþágur Íslendinga séu allar meira og minna í uppnámi miðað við núverandi drög, sem sé afar slæmt í ljósi stöðu Íslands sem norrænnar jaðarþjóðar í lífrænum búskap; hvort heldur sem litið sé til legu landsins eða núverandi stöðu greinarinnar í landinu. „Hér er þróun í framleiðslunni mjög hægfara. Markaður fyrir lífrænt vottaðar vörur vex stöðugt og eftirspurninni er einkum svarað með innflutningi. Mjólkurvinnslufyrirtæki í Reykjavík hefur sótt um leyfi til innflutnings á lífrænt vottaðri mjólk frá Danmörku, svo að dæmi sé tekið.“ 

4 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...