Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu
Fréttir 29. desember 2016

Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu

Höfundur: smh

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað nýliðunarstyrkjum til tólf aðila í mjólkurframleiðslu fyrir árið 2016, en 27 og hálf milljón var til úthlutunar. 

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar bárust 16 umsóknir, ein umsókn var dregin til baka og þrjár uppfylltu ekki tilskilin skilyrði.

Úthlutað er eftir reiknireglum um úthlutun framlaga samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 og verður 90 prósent samþykkts framlags greitt fyrir áramót og lokagreiðsla greidd í janúar 2017 þegar fjöldi árskúa ársins 2016 liggur fyrir.

Með nýjum búvörusamningum breytast nýliðunarstyrkir í landbúnaði og verða almennir fyrir allar búgreinar, en ekki sérstakir nýliðunarstyrkir í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt eins og var í fyrri búvörusamningi. Reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði, sem verður gefin út fyrir áramót, tilgreinir með hvaða hætti verður staðið að úthlutun samkvæmt nýjum reglum.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...