Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu
Fréttir 29. desember 2016

Úthlutun nýliðunarstyrkja í mjólkurframleiðslu

Höfundur: smh

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað nýliðunarstyrkjum til tólf aðila í mjólkurframleiðslu fyrir árið 2016, en 27 og hálf milljón var til úthlutunar. 

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar bárust 16 umsóknir, ein umsókn var dregin til baka og þrjár uppfylltu ekki tilskilin skilyrði.

Úthlutað er eftir reiknireglum um úthlutun framlaga samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 og verður 90 prósent samþykkts framlags greitt fyrir áramót og lokagreiðsla greidd í janúar 2017 þegar fjöldi árskúa ársins 2016 liggur fyrir.

Með nýjum búvörusamningum breytast nýliðunarstyrkir í landbúnaði og verða almennir fyrir allar búgreinar, en ekki sérstakir nýliðunarstyrkir í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt eins og var í fyrri búvörusamningi. Reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði, sem verður gefin út fyrir áramót, tilgreinir með hvaða hætti verður staðið að úthlutun samkvæmt nýjum reglum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...