Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Breytingar á búvörulögum, loksins
Af vettvangi Bændasamtakana 29. apríl 2024

Breytingar á búvörulögum, loksins

Höfundur: Rafn Bergsson, formaður Búgreinadeildar nautgripabænda.

Nýlega voru samþykktar breytingar á búvörulögum sem veita kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar um árabil.

Rafn Bergsson

Með undanþágunni er stigið skref til að jafna samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar og bæta rekstrarumhverfi íslenskra bænda. Þessi undanþága er hliðstæð þeirri sem hefur gilt um afurðastöðvar í mjólk og nýst vel til að ná fram hagræðingu sem bæði bændur og neytendur hafa notið.

Íslenskur landbúnaður er smár á flesta mælikvarða í samanburði við það sem gengur og gerist erlendis. Til dæmis væri eitt sláturhús á Jótlandi fimm vikur að slátra þeim nautgripum sem er slátrað árlega hér á landi í sjö sláturhúsum. Samkvæmt úttekt Deloitte frá 2021 voru hagræðingarmöguleikar í slátrun og vinnslu stórgripa og sauðfjár metnir á 0,9 til 1,5 milljarða árlega auk þess sem fjárfestingaþörf til framtíðar mundi lækka. Auk smæðar markaðarins veldur hátt launastig, háir vextir og veðurfar því að framleiðslukostnaður er hár hér á landi. Því er nauðsynlegt að nýta allar leiðir til að lækka kostnað eins og mögulegt er.

Undanfarin ár hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði hjá bændum, ekki síst hjá þeim sem stunda kjötframleiðslu. Samkvæmt rekstrarverkefni RML um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur verið viðvarandi tap af framleiðslu nautakjöts síðustu ár. Ásetningur nauta er að dragast saman þar sem framleiðsluvilji bænda er að dvína vegna óviðunandi afkomu. Í janúar 2021 voru lifandi rúmlega 24 þúsund naut, í mars síðastliðnum voru þau komin niður í tæplega 21 þúsund. Þetta þýðir umtalsverðan samdrátt á framleiðslu íslensks nautakjöts næstu misseri. Það þarf að leita allra leiða til að snúa þessari þróun við og tryggja bændum viðunandi afkomu fyrir sína framleiðslu.

Undanþágan veitir framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hagræðingin sem af þessu hlýst á að nýtast til að bæta hag bænda í formi hækkaðs afurðaverðs og til neytenda í lægra verði en ella þyrfti.

Í samtölum við afurðastöðvar um afurðaverð, sem undanfarið hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, hefur ítrekað komið fram að svigrúm til hækkana sé ekkert. Meðal annars vegna verðþrýstings frá innflutningi sem sífellt eykst, meðal annars vegna þess að sú tollvernd sem landbúnaðurinn nýtur er sífellt að rýrna að verðgildi. Og ekki hefur náðst samkomulag um að uppfæra hana. Hins vegar hafa forsvarsmenn afurðastöðva lengi bent á möguleika til hagræðingar ef heimild fengist til þess.

Nú þegar heimildin er komin verða afurðastöðvar að nýta hana skynsamlega og koma verðhækkunum til bænda sem allra fyrst.

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...