Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kindur í lausagöngu.
Kindur í lausagöngu.
Lesendarýni 28. ágúst 2023

„Búfé hefur gengið laust um landið öldum saman o engin lög hafa verið sett sem breyta því...“

Höfundur: Jón Guðmann Pétursson, landeigandi og félagi í Bændasamtökunum.

Fyrirsögnin er fengin úr bréfi Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna, sem þau skrifuðu sveitarfélögum landsins í sumar.

Jón Guðmann Pétursson.

Ástæðan var álit umboðs­manns Alþingis, þar sem hann vitnar í stjórnar­skrárvarinn frið­helgan eignarrétt landeigenda og segir að þeir þurfi ekki að þola heimildarlausa beit í löndum sínum.

Í bréfinu koma þessir hagsmuna­vörslumenn allra bænda í landinu því sjónarmiði á framfæri að þeir sem eiga kindur sé frjálst að sleppa þeim lausum utan afrétta, til að fóðrast í annarra manna löndum í óleyfi, enda, eins og segir í bréfinu, hefur búfé gengið laust um landið um aldir og engin lög sett sem breyta því.

Það vekur furðu að samtök, sem í eru þúsundir landeigenda, skuli álíta það sitt helsta hlutverk að berjast með oddi og egg fyrir því að eignarréttur þeirra sé lítilsvirtur. Sú lítilsvirðing var slæm fyrir samtök sauðfjárbænda en er kostuleg fyrir Bændasamtök Íslands. Til viðbótar er hún arfavitlaus.

Grundvallarreglan; skaðabætur

Til að stytta sér leiðina um lögin í landinu til forna, og sleppa sögunum þegar ágangur varð tilefni illdeilna og mannvíga, er rétt að hnika sér bara aftur til ársins 1885. Þá skrifaði þingnefnd frumvarp um ágangsmál, sem hún fjallaði um m.a. með eftirfarandi hætti:

„Í frumvarpi því, sem nefndin þannig hefur samið, hefur hún byggt það í fyrsta lagi á þeirri grundvallarreglu, sem fylgt hefur verið í eldri lögum, sbr. landsleigubálk Jónsbókar 24. kap., 16. kap. og víðar, ásamt réttarbót Eiríks konungs 1294 við 31. kapítula, að sá, er verður fyrir ágangi af skepnum, eigi almennan rétt til skaðabóta ...“

Gæsluskylda, annars kostnaður

Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor, fv. formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var álitinn einn fremsti lögfræðingur landsins. Hann var formaður í nefnd sem ritaði frumvarp, sem varð uppistaðan í fyrstu lögum lýðveldisins um afréttamál, fjallskil, ágangsmál o.fl. nr. 42/1969. Með frumvarpinu skrifaði Ólafsnefndin greinargerð, sem fjallaði um efni frumvarpsins. Þar segir eftirfarandi um ágang:

„Menn eru almennt ekki skyldir til að þola ágang búfjár annarra manna í haga sína, nema samkvæmt samningi eða hefð, og eiga auðvitað rétt á því sjálfir að verja þá. En það er ekki nægilegt. Það virðist réttmætt að leggja með nokkrum hætti gæsluskyldu á eigendur og haldsmenn búpenings. Á því sjónarmiði eru ákvæði 37. gr. frumvarps þessa reist, en þar er heimilað að láta fram fara smölun ágangsfjár og rekstur þess á afrétt eða þangað, sem það má vera, allt á kostnað fjáreiganda.“

Allt frá Grágás, sem var skrifuð á þjóðveldisöldinni, hefur verið gæsluskylda á búfé í heimasveitum, þ.e. utan afrétta. Engin lög hafa verið sett síðan sem hafa breytt því.

Gæðastýring í plati

Líklega er ástæðulaust að nefna samning Bændasamtakanna við þjóðina, sem heitir Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu, þar sem þjóðin lofar að greiða kindaeigendum um tvö þúsund milljónir á ári ef þeir á móti haldi dýrunum sínum alfarið á sjálfbæru landi, sem þeir hafa óskorað leyfi til að nýta. Eins og allir vita orðið, þá er sá samningur bara í plati, þ.e. fyrir utan peningagreiðslurnar, enda láta Bændasamtökin samninginn ekki hamla sér í baráttu sinni fyrir þá kindaeigendur sem stelast til að framfleyta skepnunum sínum í löndum nágranna sinna – og fá borgað hjá þjóðinni fyrir gæði. Það lýsir einurð, stefnufestu og málafylgju samtakanna, með afskaplega röngum málstað.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...