Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ánægjuleg þróun
Lesendarýni 18. janúar 2018

Ánægjuleg þróun

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
Loftslags- og umhverfismál lita mjög nýjan ríkisstjórnarsamning. Á hann mun verulega reyna á þessum sviðum vegna þess hve heildarþróun veðurfars er alvarleg og afleiðingarnar þungbærar á heimsvísu.
 
Kolefnishlutlaust Ísland 2040 er bæði pólitískt og fræðilegt markmið. Það er sérlega metnaðarfullt. Um leið er það ekki geirneglt vegna þess að ársett markmið og fjármagnaðar og sérfræðilega færar leiðir eiga eftir að mótast að mestum hluta. Fyrstu skrefin verða tekin í fjárlögum fyrir 2018 og nýrri ríkisfjámálaáætlun til fimm ára.
 
Mikilvæg kolefnisbinding
 
Bindingin varðar m.a. aukna niðurdælingu koltvísýrings úr jarðhitaorkuverum en þó einkum frá orkufrekum iðnaði. Hún varðar þó einna mest uppgræðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og innfluttum trjátegundum. Hún er enn fremur háð endurheimt verulegs hluta af ónýttu en framræstu votlendi. Frumkvæði samtaka sauðfjárbænda með áætlun til sem mestrar kolefnisjöfnunar innan fimm ára er mjög þakkarvert. Slíkt metnaðarfullt verkefni á að eiga vísan stuðning hins opinbera með á því stendur, sbr. upphafsskref sem fram koma í stjórnarsamningnum. Ástæða er um leið að hvetja til öflugs framhalds stórra verkefna á borð við Bændur græða landið og vinnu skógarbænda.
 
Aukin samvinna
 
Stofna á og prófa samvinnu­vettvanginn Loftslagsráð á næstu misserum, skv. stjórnarsamningnum, og efla Loftslagssjóð sem uppsprettu góðra verka, með tekjum af svoköllum grænum gjöldum. Aukin samvinna Skógræktar, Landgræðslu, Bændasamtakanna, hagsmunafélaga og klasa annarra atvinnuvega, sveitarfélaga og samtaka áhugafólks hlýtur að vera eitt af lykilatriðum til árangurs. Sameiginleg, stutt ráðstefna þriggja fyrstnefndu aðilanna 5. desember sl., ber góðri og gleðilegri þróun vitni.
 
Grænna hagkerfi
 
Grænu gildin verða að ná djúpt inn í stefnumótun til áratuga, jafnt stjórvalda sem fulltrúa atvinnugreina. Þar stendur margt upp á sjálft hagkerfið, samgöngur og fleiri lykilþætti. Til dæmis duga ekki hagkvæmnissjónarmiðin ein eða einsýni á peningahagnað. Gróðinn, svo notað sé margþvælt hugtak, er mældur í lífsskilyrðum í fyrsta sæti en peningahagnaði í allt öðru sæti. Þríþætt sjálfbærni, bætt umhverfi og loftslagsviðmið eru löngu tímabær í hagsýslunni! Áhersla er einboðin á afmiðjun til mótvægis við samþjöppun innan atvinnuvega, á styttri flutningsleiðir og heimafengnar vörur, á öflugari byggðir utan mesta þéttbýlis, greitt samband um alnet og síma og á næga og örugga raforku. Þar koma við sögu staðbundnar og atvinnuvegabundnar landnýtingaráætlanir, auk heildarramma; allt í sæmilegri sátt. Að svo skrifuðu óska ég lesendum gæfu og gengis á nýju ári. 
 
Ari Trausti Guðmundsson,
þingmaður Vinstri hreyfingar­innar - græns framboðs.

Skylt efni: kolefnisjöfnun

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...