Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flökkusögur um folöld og fallþunga
Lesendarýni 28. febrúar 2022

Flökkusögur um folöld og fallþunga

Höfundur: Sigríður Jónsdóttir í samstarfi við Í-ess bændur

Þann 19. janúar síðastliðinn sagði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, orðrétt í útvarps­þættinum Reykjavík síðdegis:
„Við erum með hér yfir 5000 merar sem eiga um 5000 folöld sem er slátrað á hverju einasta hausti meira og minna því þau eru verulega illa á sig komin. Meðalvigt þeirra samkvæmt upplýsingum sem ég hef úr afurðastöð er langt frá því að vera um meðalvigt folalda sem að hafa haft eðlilegan aðbúnað í sínum uppvexti.“

Vakti þetta forvitni bónda nokkurs, sem hafði ekki heyrt getið um að meðalvigt folalda frá hryss­um sem hafðar eru til blóð­töku væri lægri eða folöldin verr á sig komin en gerðist með folöld undan öðrum hryssum.

Sami bóndi býr á sunnlenskri jörð þar sem hrossastóð hefur verið haldið til margra ára. Fyrir nokkrum árum fór bóndinn að hafa hryssur sínar til blóðtöku. Sú breyting hefði orðið á að hryssurnar eru ekki að kasta í apríl, jafnvel snemma mánaðar, heldur í fyrsta lagi í byrjun maí. Einnig fara folöldin að jafnaði fyrr í sláturhús en áður, yfirleitt frá miðjum nóvember og fram í byrjun janúar. Áður fóru folöld oft ekki fyrr en í lok febrúar eða í byrjun mars, þá um 10 mánaða gömul eða nærri ársgömul. Ekki væri að sjá að folöldin væru verr á sig komin eða hlutfallslega léttari eftir að bóndinn fór að hafa hryssur sínar til blóðtöku. Má einnig nefna að eftir að bóndinn fór að hafa hryssur sínar til blóðtöku margfaldaðist eftirlit með heilbrigði hryssanna frá því sem áður var.

Fyrirspurn til afurðastöðva

Umræddur bóndi sendi fyrirspurn á allar afurðastöðvarnar varðandi þetta málefni. Svöruðu fimm afurðastöðvar með tölvupósti og ein í síma. Ein gaf ekki svar. Svör afurðastöðvanna voru þau að þær miðla ekki upplýsingum um einstaka innleggjendur né heldur innlegg í heild sinni, þannig að Inga Sæland hefði engar slíkar upplýsingar fengið frá þeim.

Upplýsingar um innlegg og fallþunga fara eingöngu til viðkomandi innleggjanda og til yfirvalda, sem er MAST. Þrjár afurðastöðvar tóku fram að fullyrðing Ingu Sæland væri röng. „Kolröng“ og „svo sannarlega ekki rétt“ var orðalagið hjá fulltrúum afurðastöðvanna, svo því sé til haga haldið.

Fyrirspurn til MAST

Fyrirspurn bónda til MAST skilaði upplýsingum sem yfirumsjónar­maður með kjötmati hafði tekið saman vegna fyrirspurnar frá fréttamanni í janúar. Viðkomandi bóndi hefur ekki orðið var við opinbera birtingu á niðurstöðum þessa svarbréfs, sem fréttamaðurinn aflaði. Svörin frá MAST hafa mögu­lega ekki skilað því sem vonast var eftir. Hér verður svar MAST hins vegar birt í heild sinni, enda gefur það upplýsingar um ýmislegt sem Gróa á Leiti hefur velt vöngum yfir fram að þessu.

Fyrirspurnin og svör eru eftirfarandi:

– Mér skilst að sjö sláturhús á landinu séu með stórgripaslátrun. Hvaða sláturhús á Íslandi taka á móti folöldum blóðmera til slátrunar og hafa þau afkastagetu til þess að taka á móti öllum folöldum sem koma úr blóðmerahaldi?
Kjötafurðastöð KS, SAH afurðir, SS Selfossi, Sláturhúsið Hellu, B. Jensen, Norðlenska og Sláturhús Vesturlands. Afkastagetan er margföld á við það magn sem er framleitt.

– Hafa einhver sláturhús neitað að taka á móti þessum folöldum? Hvers vegna?
Nei, sú staða hefur ekki komið upp.

– Eru dæmi um að bændur hafi skotið folöldin sjálfir og urðað þau ólöglega?
Nei, engin dæmi eru til um það, enda ekki vandamál að koma þeim til slátrunar.

Hér eru í töflu birtar til glöggv­unar upplýsingar um fjölda slátraðra folalda á hverju slátur­tíma­bili og meðalvigt. Slátrun hefst í ágúst og þau síðustu koma inn í mars í venjulegu ári. Því getur verið allt að 6 mánaða aldursmunur á folöldum sem koma til slátrunar sem hefur áhrif á fallþunga.

Meðalfallþungi hefur lítið breyst á þessu árabili þrátt fyrir mikla aukningu í fjölda blóðmera undanfarin ár og þrátt fyrir að sláturtímabilið hefjist nú í ágúst í stað október en sú breyting varð 2019.
Úrkast er mjög lítið, og líklega minna en í öðrum tegundum. Hafa skal í huga að folöld geta hafa farið í úrkast ef ekki var gerð grein fyrir móður. Því er ekki öruggt að þau hafi verið sjúk.

Hvað er satt og hvað er logið?

Samkvæmt því sem hér hefur komið fram virðast afurðastöðvar ekki hafa miðlað neinum upplýsingum til Ingu Sæland. Einnig blasir við að staðhæfing hennar, um meðalvigt og ástand folalda frá hryssum sem hafðar eru til blóðtöku, er röng.

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...