Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gerjunargas
Lesendarýni 28. júlí 2015

Gerjunargas

Höfundur: Guðbrandur Jónsson
Hver er tilbúinn til að trúa því að vatn er frumorsök þess að kindur á Íslandi veikjast af riðu, mæðiveiki og visnu?   Vatn á réttum stað á röngum tíma framkallar atburðarás sem ég kalla hér; efni í gerjunargasi.  
 
Uppskriftin er eins einföld og hugsast getur. Blanda af kindaskít og vatni í réttum hlutföllum á réttum stað en á röngum tíma við rétt hitastig. Sakleysislegt fjárhús verður að efnaverksmiðju með afdrifaríkum afleiðingum fyrir dýrin í húsinu. Gamla kindalyktin verður að efnagasi við nánari skoðun og rannsóknir.   Uppgerjaður skíturinn verður að góðu sprengiefni, ígildi dínamíts.
 
Biogasstöðin
 
Ég er áhugamaður um það að safna saman dýraskít frá bændum á Íslandi og blanda í lífrænum úrgangi, í kerfi sem ég kalla biogasstöð. Stöðin framleiðir áburð fyrir ylrækt og orku fyrir aflvélar. Í forvitni minni lá leiðin inn í fjárhús og fjós, til að kanna flæði og atburðarás fyrir menn og tæki, hættur og vandamál, sem tengjast atburðarásinni í þessari efnaverksmiðju.
 
Það sem hefur hindrað framgang biogasmálsins er riðuveiki á landsvísu og rannsóknir á því vandamáli hérlendis. Ég skoðaði þetta á heimsvísu sem tilfelli TSE, riðuveiki. Fyrsta spurningin varð til við samanburð á Íslandi og Nýja-Sjálandi og sauðfjárrækt í þessum tveimur ólíku löndum. Hver var munurinn?
 
Það fyrsta sem kom fram var að kindur á Nýja-Sjálandi ganga frjálsar úti í girðingu allt árið, en á Íslandi eru kindur á húsi í 8 mánuði, en frjálsar í villtu umhverfi í 4 mánuði. Riðuveiki finnst ekki á Nýja-Sjálandi en kindur ganga út úr fjárhúsum á Íslandi, riðandi um, skjálfandi, slappar og sljóar, anda ótt og títt, sveiflandi augum til og frá og í hringi. Ég vildi forvitnast um það af hverju þetta var svona.
Ég bað landbúnaðarráðuneyti Íslands um rannsóknarskýrslur um riðuveiki en þær voru ekki til.   Í 115 ÁRA SÖGU RIÐUVEIKI Á ÍSLANDI hefur enginn rannsóknaraðili svo mikið sem haft fyrir því að heimsækja fjárhús, sem hugsanlegan orsakavald að þessu vandamáli. Fjárhús á Íslandi hafa aldrei verið rannsökuð í tengslum við riðuveiki. Þetta þótti mér hið furðulegasta rannsóknarefni. Engar rannsóknarniðurstöður til.
 
Skítur á taði
 
Taðskítur er einn elsti orkugjafi í landbúnaði á Íslandi frá landnámi ásamt mó. En þar er mikill munur á því að í skítnum búa sofandi meltingarbakteríur.
 
Með tilkomu kola og kabyssu, hita og eldavélar, varð öllum sama um taðskítinn, nema lítið magn, til að framleiða hangikjöt. Þessi tæknibylting lengdi líf íslenskra kvenna í eldhúsi um 25 ár, því að í taðreyknum var eiturgas frá skítaorku, CO kolsýringur. Út á þetta hrannaðist upp taðskítur í fjárhúsum og nýtt vandamál varð til sem þróaðist upp í riðuveiki á taði. Þykkt lag af taðskít var eins og þerripappír að sumri, fyrir raka og vatn að safnast í, þegar kindur komu í hús að hausti hófst vandinn með vatnið, stundum frost, stundum ekki.
 
Það næsta í þróunarsögunni var að setja rimla og grindur ofan á skítinn og getur taðskíturinn orðið tvær skóflustungur niður á þykkt, stundum meira. 
 
Í báðum þessum tilfellum ná bakteríur að hlaupa í gerjun og við þessar aðstæður eru kindurnar í mestri tengingu við gasið.   Kindurnar liggja og jótra, við það kemur frá þeim hiti sem ertir upp gerjunarbakteríur  og gasið streymir upp í vit dýranna, í litlu magni,  en þó nóg til að pirra þær til að standa upp og færa sig, þá fer gasið á hreyfingu. Mest gasgerjun á taði er fyrir miðju húsi en minnkar til útveggja vegna hitastigs úti.  Á taði nær eiturgasið NOx upp í vit dýranna þegar ástandið verður verst og þau drepast þannig í sporunum.
 
Flórskítur
 
Í þróun sem varð voru húsin stækkuð og horfið frá taðhúsakerfinu og yfir í stórhúsakerfi með haughúsi undir svo koma mætti við traktor til að ná með skóflu skítnum út og moka í þar til gerðan tætara og dreifara, en voru þó kindurnar þar fyrir ofan og meðferð á vatni alltaf sama vandamálið við brynningar, en gerjaðist skítur í vatnssulli, með tilheyrandi gasmyndun. 
 
Það alvarlegasta í þessari þróun er tilkoma haugsugunnar því nú var steypt upp í gafla flórkjallara og úr varð flórgryfja. Til að geta dælt skítnum með haugsugu þurfti vatn í botn gryfjunnar allt upp í 50 cm og útkoman verður draumaaðstaða fyrir skít í gerjun. Enn eru kindurnar fyrir ofan. Því nær sem skíturinn er undir grindum, því meiri verður hættan frá gerjunargasi í uppstreymi frá innri hita. Þetta verður smitleiðin frá bakteríum í gerjun til dýranna, í öllum útgáfunum, á taði, taðgrindur, haugkjallari og hauggryfja, veikjast kindur á einn eða annan hátt vegna gerjunar í skít og hitauppstreymis frá rakagasi í flór.
 
Efni í fjárhúsi
 
Fjárhúsalyktin er ekki bara venjulegt andrúmsloft: Köfnunarefnið 78%.   Súrefnið 21% og annað efni 1% því þegar vatnið tekur völdin umbreytist fjárhúsið í efnaverksmiðu vegna gerjunar í skít. Til að fá skít til að hlaupa í gerjun þarf hitastig að vera 3 gráður eða hærra. Vatnið sem er 6.7 að pH gildi, þynnir út pH gildið í skít sem er 4.4 og hlandi sem er pH 5.4, gerjun hefst við pH gildið 6.5.   PH gildið þarf síðan að vera pH 6.5 eða hærra, það er jafnt framboð af vatni. Falli niður framboð af vatni á þessu gerjunarstigi verður til eiturgas við pH gildið 6.2 eða lægra   og þá er hætta áferðum í flórnum þegar eiturbakteríur taka völdin og framleiða NOx gasið og minna magn af brennisteinsvetni H2S.   
 
Gerjunarbakteríur þurfa loftfirrtar aðstæður og eru ljósfælnar og dafna best í myrkri að nóttu og þá gerist þetta við brunann, niðurbrot mykjunnar í flór, í gerjun á 1. og 2. stigi, en þau eru 3. stökkbreytingarstig baktería í gerjun, CH4 methan í lokin á gerjunarstigi 3.
 
A. Bruni   við   loftfirrtar   aðstæður
í fjárhúsi er all sérstæður;   Vatn   plús skítur jafnt og rakagas.
 
B. Bruni við loftvænar aðstæður
er þekktari sem;  O2 og N2 og raki í blöndu við Carbona yfir í eldsneyti.
 
Eða í tilfelli A;   H2O, plús efnin í skít: C , plús H2 ,plús S, plús O2, plús N2 ,plús H2O, gerjast saman í efnin; CO2, plús CO, NH3, plús CH4, plús H2S, plús CH4, plús SO2, plús O2 ,plús NOx plús N2, plús raki og sót. Útkoman er   GERJUNARGAS.
 
Vatn  og vatnsgufa (raki)   blandast skít, innihald í skít eru efnin: C, carbon, H2, hydrogen, S, Sulphur,  O2 oxygen,  N2 nitrogen og vatn og útkoman verður: Raka eða gufugas með eftirfarandi gasgufur: CO2 , CO, NH3, SO2, O2, NOx, N2, H2S, CH4, vatnsgufa og sót.  
 
Saklausa fjáhúsið með sína kindalykt verður hér að efnaverksmiðju eða biogasstöð. Í biogasstöð eru flest efnanna metin hættuleg efni fyrir vinnandi menn og þungagasið metið lífshættulegt mönnum, efnin NOx, H2S, NO og NO2. Þessi gasefni eru ofan á skít í gerjun, eru þyngri en andrúmsloftið og fara hvergi, bara liggja og bíða eftir fórnarlambi. Ekki dugar að nota gasgrímur á þessi efni og því á að nálgast þau með súrefnisgrímu tengda súrefniskút.
 
Kindur af fjalli
 
Um leið og kindur koma af fjalli í haust, bíður þeirra vist í fjárhúsi með 50 cm af vatni undir, íblandað hættulegum gömlum gerjunarbakteríum   frá árunum áður, í gang fer alveg ótrúlegt samspil á milli dýranna, bakteríuflóru í skít, súrefnis og súrefnisleysis, ljós og myrkur, loftfirrtar aðstæður og þvag.   Síðan bæta haugsugueigendur gráu ofan á svart með íblöndun efnis í flórinn, svo kallaður stíflueyðir, sem er pent orð yfir hollenska skítabakteríublöndu, sem hindrar skítinn í því að kögglast, en um leið tvöfaldar allt efnaskiptastarf   baktería í blöndunni, í þessari íslensku efnaverksmiðju, fjárhúsinu.   
 
Þegar ég, fyrir hönd Saurbær Biogas, óskaði eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá að gera nákvæmlega það sama og haugsugueigendur,  þá var erindið sent til dýratilraunanefndar sem sendi erindið áfram til umhverfisráðuneytis og óskaði eftir umsögn frá því ráðuneyti  um erindi mitt, að láta 20 kindur standa fyrir ofan flór með vatni, míga þar og skíta í flórinn, ég vildi mæla gerjun og gasframleiðslu og áhrifin á dýrin mín og ætlaði þannig að framleiða riðuveiki í kindum. Svarið sem ég fékk var ekki gott. Formaður dýratilraunanefndar hótaði mér því að allar kindur í Mosfellssveit yrðu drepnar og mínar með og þurrka þannig út allar kindur í dalnum frá mér og frændum mínum í Mosfellsdal. Þetta þótti mér ekki gott. Það besta frá ráðuneytinu var að ég þurfti að sækja um starfsleyfi til dýratilrauna, fyrir það eitt að herma eftir haugsugueigendum, í sauðfjárrækt á Íslandi. Hér uppgötva ég að ég þurfti ekki dýratilraunaleyfi frá landbúnaðarráðuneyti og dýratilraunanefnd, bara fara út í sveit og finna fjárhús með steypt upp í gaflinn.
 
Niðurstöður gasmælinga í 20 fjárhúsum ollu mér miklu hugarangri og þá leið mér verst er ég mældi fjárhús eitt í Húnavatnssýslu. Nýtt fjárhús, nýr traktor, ný haugsuga, allt nýtt, líka kindurnar, englahreinar. Ungt fólk   grandalaust, að byrja búskap, fólk sem vildi vel en vissi ekki betur. Þar í húsi fann ég mjög marga brúsa af stíflueyði frá Hollandi. Sérræktaðar saurgerlabakteríur til að þynna út mykju í flór. Hér kom upp riðuveiki að vori í fjölda kinda sem í allt voru yfir 400, bullandi gerjun í skít, með tilheyrandi riðuveiki. Mæliniðurstöður í þessu íslenska fjárhúsi, eða réttara sagt efnaverksmiðju, eða bara dýratilraunafjárhúsi, án starfsleyfis og eftirlits. Þetta mældi ég í þessu fjárhúsi.
 
Eiturgasið NO, 125 ppm.   Eiturgasið NO2 ,2.9 ppm. NH3 ammonia var 181 ppm, CH4 methan, 2,8 ppm   CO2 3400 ppm. Súrefnismælingin sýndi 16,2 % en á að vera 21%.
 
Að dýr verði veik við þessar aðstæður kom mér ekki á óvart.
 
Nú í júní óskaði ég eftir því við Matvælastofnun að fá rannsóknarniðurstöður úr fjárhúsum þar sem upp hafði komið riðuveiki nú í ár, 2015. Engar rannsóknarniðurstöður voru til, engar mælingar voru gerðar.    Einnig óskaði ég eftir því að fá uppgefið hver pH gildi væru í blóði kinda sem drápust nú í vor. Engar niðurstöður voru til. Ég óskaði næst eftir því að fá upplýst hvert ammonia NH3, NH4 gildin væru úr sýnum sem send voru til Noregs úr kindum sem drápust nú í vor, ca 4000 kindur. Engin sýni voru til og engin sýni voru send til Noregs þar sem engir peningar voru til í svo dýra aðgerð.
 
Haldi svo áfram, hér eftir sem hingað til, verður mikill harmleikur í heimi kinda í íslenskum fjárhúsum veturinn og vorið 2015 til 2016. Að Matvælastofnun skuli horfa aðgerðalaus á hollenskar skítabakteríur notaðar í matvælaframleiðslu í íslenskum fjárhúsum er síðan ráðgáta út af fyrir sig. Fjárhús sem einnig eru sláturhús, í heimaslátrun, í stórum stíl, að fornum sið. Gasmæling flettir ofan af þessu, því þar er að finna brennisteinsvetnisgasið H2S, undir rimlagrindum, í þessum heimasláturhúsum.
 
Fjárhús eiga ekki að vera sláturhús fyrir kindur, nautgripi og hross.
Hr.landbúnaðarráðherra, hvar er eftirlitskerfið sem þú berð ábyrgð á?
Frú umhverfisráðherra, hvað eru fulltrúar yðar að gera á landsvísu í málefnum vinnueftirlits?
 
Guðbrandur Jónsson
Þyrluflugstjóri með sérþekkingu á málefnum tengdum rekstri á biogasstöðvum fyrir Ísland.

3 myndir:

Skylt efni: hauggas | gerjunargas

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...