Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvaleyrarvirkjun – mikil búbót fyrir Vestfirði
Mynd / ja.is
Lesendarýni 26. apríl 2016

Hvaleyrarvirkjun – mikil búbót fyrir Vestfirði

Höfundur: Lilja Rafney Magnúsdóttir
Það yrði mikil búbót fyrir Vestfirði að fá raforku frá Hvalárvirkjun inn á svæðið en ef að sú orka á að nýtast fyrir fjórðunginn og standa íbúum og fyrirtækjum þar til boða verður samhliða að koma á hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum og endurnýjun flutningskerfisins á Vestfjörðum. Annars gagnast aukin orkuframleiðsla fjórðungnum lítið til eflingar atvinnulífs og öryggis í rafmagnsmálum.
 
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Stjórnvöld verða því að leggja spilin á borðið strax og tryggja það að þau muni koma að uppbyggingu tengivirkis í Inndjúpi og hringtengingu flutningskerfis sem er forsenda þess að virkjunaráform við Hvalá í Ófeigsfirði, Austurgilsvirkjun og Skúfnavatnsvirkjun verði að veruleika og gagnist Vestfirðingum.
 
Kostir í raforkuframleiðslu á Vestfjörðum
 
Góður fundur var haldinn á Ísafirði nýlega um framtíðarhorfur í raforkumálum á Vestfjörðum þar sem m.a. var fjallað um möguleika á framleiðslu orku á Vestfjörðum og áform Orkubús Vestfjarða og einkaaðila um að auka orkuframleiðslu á svæðinu og hugmyndir um nýjar virkjanaframkvæmdir. Þar eru efstar á blaði Hvalárvirkjun og virkjanir henni tengdar ásamt fleiri kostum í Djúpinu sem einkaaðilar hafa hug á að virkja. Það vekur athygli að opinberir aðilar sýna þessum virkjanakostum ekki áhuga. Orkubú Vestfjarða á 8 virkjanir sem gefa samtals 16 MW og 5 einkarafstöðvar skila 3,4 MW inn á raforkukerfið. Í því samhengi væri orka frá Hvalárvirkjun, Skúfnavatnsvirkjun og Austurgilsvirkjun upp á um það bil 50 MW gífurleg viðbót við orkuframleiðslu á Vestfjörðum.
 
Orkubú Vestfjarða stefnir að því að auka framleiðslugetuna á næstu árum með ýmsum hætti t.a.m. með aukinni framleiðslu þeirra virkjana sem fyrir eru og ætlar enn fremur í jarðhitaboranir í Súgandafirði og áformað er að auka hlut rafkyntrar hitaveitu á Ísafirði.
 
Óviðunandi staða varðandi afhendingaröryggi raforku
 
Mikið hefur vantað á í fjölda ára að afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum væri viðunandi. Þar hefur skort raforku sem framleidd er á heimaslóð í áraraðir og því hefur mikið þurft að nota dísilknúðar rafstöðvar. Sú nýjasta, varaaflstöðin í Bolungarvík, getur afkastað 11 MW sem eykur verulega öryggið.
 
Fyrirtæki á Vestfjörðum eru að kaupa skerðanlega orku eða ótryggt rafmagn af OV sem kaupir það af Landsvirkjun. Nú boðar Landsvirkjun hækkun á verði á þeirri orku umfram vísitölu og vill helst hrista af sér kaupendur slíkrar orku. Við þær aðstæður er það álitlegur kostur að virkja þá orku sem er í nýtingarflokki á Vestfjörðum. Einkarafstöðvar eru líka góð búbót fyrir fjórðunginn.
 
Í sátt við náttúru og umhverfi
 
Vestfirðir hafa fengið umhverfisvottun og samþykktir hafa verið gerðar um að Vestfirðir verði stóriðjulausir. Öll ímynd svæðisins um hreinleika og sjálfbærni er verðmæt og mikilvæg öllum en ekki síst atvinnugreinum á borð við matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Brýnt að styðja við fullvinnslu afurða sem framleiddir eru á Vestfjörðum þannig að kostir landshlutans fái notið sín sem best og laða þarf inn á svæðið umhverfisvæn fyrirtæki sem ekki eru orkufrek eða skaða ímynd Vestfjarða sem hins óspillta landsvæðis. Á Vestfjörðum eru iðnfyrirtæki sem skipta miklu fyrir búsetu þar eins og Þörungavinnslan á Reykhólum og Kalkþörungavinnslan á Bíldudal og í skoðun er kalkþörungavinnsla í Súðavík.
 
Það þarf að fjárfesta í innviðunum og grunngerðinni svo að Vestfirðir verði samkeppnishæfir um fólk og fyrirtæki og geti byggt sig upp í fiskeldi og sjávarútvegi ásamt hliðargreinum í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu og öðrum skapandi greinum sem styðja við búsetu á Vestfjörðum.
 
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður Vinstri-grænna í NV-kjördæmi.
Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...