Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt merki á hvítt sem rautt
Mynd / Bbl
Lesendarýni 19. apríl 2021

Íslenskt merki á hvítt sem rautt

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ

„Mér þykir vænt um svín. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. Svín meðhöndla okkur sem jafningja.“ Það er haft fyrir satt að Winston Churchill hafi svarað Stalín með þessum orðum á Yalta-ráðstefnunni 1945 þegar sá síðarnefndi sagði að Franklin D. Roosevelt forseti væri svín.

Líklega voru þetta, ef satt er, meiri orðaskylmingar heldur en djúp speki hjá Churchill í Yalta. En mér flaug þetta svona í hug við skoðun þjóðhagsreikninga. Þeir gefa semsé ekki nægilegan gaum að þeirri verðmætasköpun sem orðið hefur í hvíta kjötinu, það er að segja í svína- og alifuglarækt.

Við sjáum að síðustu áratugi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði. Minna magn af aðföngum þarf fyrir hvert framleitt kíló með tilheyrandi lækkun á umhverfisspori matvælaframleiðslu. Enginn geiri atvinnulífsins hefur náð meiri árangri í því að draga úr losun á Íslandi annar en sjávarútvegur samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Losun hefur þvert á móti vaxið verulega hjá allflestum öðrum greinum. Verðmætasköpun hefur vaxið hraðar í landbúnaði og matvælaframleiðslu heldur en í hagkerfinu sem heild þrátt fyrir ýmsan mótbyr.

Þjóðhagsreikningar villa sýn í landbúnaði

Þjóðhagsreikningar sýna vel þessa þróun en þeir grípa ekki með fullnægjandi hætti hversu mikil aukning hefur orðið í verðmætasköpun. Alifugla- og svínabú sem eru með eigin sláturhús og kjötvinnslur eru flokkuð með matvælaframleiðslu en ekki með landbúnaði. Ástæðan er einföld. Það mun ekki vera hægt að sundurgreina í reikningum hvað á heima hvar. Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist um nálega helming meðan framleiðsla á alifuglakjöti hefur rúmlega þrefaldast á tveimur áratugum. Sú aukning hefur styrkt íslenskan landbúnað. Því fleiri stoðir sem eru undir innlendum landbúnaði, þeim mun meiri styrkur. Það gefur betri og fleiri tækifæri fyrir verktöku, sérhæfingu og sérhæfða ráðgjafarþjónustu. Með því móti verður hægt að ná enn meiri árangri í að skapa verðmæti og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Íþyngjandi kröfur á landbúnað hafa stóraukist síðasta áratug. Kostnaðarsamar reglugerðir um aðbúnað vega þar þungt og auka framleiðslukostnað. Það lítur út eins og tangarsókn af hálfu stjórnvalda að auka kostnað innlendra framleiðenda en heimila á sama tíma innflutning á vörum, sem framleiddar eru við allt önnur skilyrði, á lægri tollum. Niðurstaðan hefur orðið sú að verð á ýmsum tegundum kjöts hefur lækkað til bænda en hækkað til neytenda í takti við hækkun vísitölu neysluverðs. Slík tangarsókn kallar á viðbrögð.

Verum stolt af okkar framleiðslu

Nágrannar okkar Svíar hafa lengi haft þá stefnu að að­greina sína kjötframleiðslu frá samkeppnislöndum innan Evrópu­sambandsins. Í Svíþjóð eru vissulega strangar aðbúnaðar­reglugerðir sem auka kostnað innlendrar framleiðslu. Svíum hefur hins vegar tekist með samstarfi verslunar, bænda og sláturleyfishafa að búa til merki, „Från Sverige“, til þess að greina vörur sem upprunnar eru í Svíþjóð frá erlendri samkeppni. Enda er afurðaverð til sænskra bænda eitt það hæsta sem um getur í Evrópu.

Íslenskir bændur, hvort sem þeir rækta svín, kjúklinga, sauðfé eða nautgripi, ættu að sameinast um að koma slíku merki á koppinn með samstarfi við verslun og stjórnvöld. Það er hagur allra að geta séð á skýran hátt hvaða vörur eru íslenskar. Merkið væri ekki afgerandi í stórveldapólitík frekar en ummæli Churchills í upphafi pistils, en það myndi marka tímamót í íslenskum landbúnaði.

Kári Gautason
Sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...