Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og líf
Lesendarýni 1. september 2022

Land og líf

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Land og líf er yfirskrift samþættrar heildaráætlunar um landgræðslu og skógrækt.

Það er nýjung að unnin sé samræmd stefnumótun í þessum mála- flokkum. Undirbúningur áætlunarinnar hefur verið unninn af
tveimur verkefnis- stjórnum, í samræmi við lög um málaflokkana frá árinu 2018. Ég tel að þessi samræming sé til mikilla bóta þar sem augljós og veruleg samlegð er með þeim markmiðum og aðgerðum sem skilgreindar voru í vinnu verkefnastjórnanna tveggja.

Með því að setja fram eina heildstæða áætlun um land og líf til næstu tíu ára eru meiri líkur á því að við getum tryggt að skógrækt og landgræðsla stuðli að sjálfbærri þróun um allt land. Viðfangsefnin eru mörg og fæst eru þau ný. Það er nefnilega ekki nýtt viðfangsefni að huga að landinu, jarðveginum og nýtingu hans. Í rúma öld hefur verið unnið ötullega að því stöðva sandfok og græða land, hvort sem er með landgræðslu eða skógrækt.

Mikill árangur hefur náðst en enn eru þó víða auðnir þar sem gætu verið grónar heiðar eða gróskumiklir skógar. Staðir sem hægt er að hlúa mun betur að til að landið gefi meira af sér. Við verðum því að ná enn betri árangri. Bændur og félagasamtök, þó að þau hafi unnið undravert starf síðustu áratugi, geta ekki unnið þessi verkefni ein og ríkið getur ekki eitt fjármagnað þessi verkefni. Þetta er risastórt loftslagsmál og þannig hagur samfélagsins alls að ástand landsins batni þannig að illa farið land hætti að losa kolefni og bindi heldur kolefni.

Mikilvægt er, vegna þeirra miklu áskorana sem fram undan eru í aðgerðum gegn loftslagsvánni, að virkja einkageirann til að fjármagna aðgerðir sem draga úr losun á kolefni úr jarðvegi eða til að auka bindingu.

Markmið í loftslagsmálum eru ekki bara markmið stjórnvalda, heldur eru þau markmið samfélagsins. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að útfæra skuli ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun. Sú vinna er í gangi í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Slíkur rammi er mikilvægt skref til þess að skýra leikreglur, þannig verði fundinn farvegur fyrir einkafjármagn í þessi mikilvægu verkefni. Með því að samþætta áætlanagerð í landgræðslu og skógrækt til næstu tíu ára má ná meiri árangri og nýta betur þá miklu samlegð sem er milli þessara tveggja málaflokka.

Í raun eru þeir oft eitt og sama verkefnið sem hafa það sameiginlega markmið að bæta landgæði og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land.

Verkefni næstu ára er að sjá til þess að matvælaframleiðsla geti vaxið og dafnað á sama tíma og aukinn árangur næst í kolefnisbúskapnum.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...