Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og líf
Lesendarýni 1. september 2022

Land og líf

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Land og líf er yfirskrift samþættrar heildaráætlunar um landgræðslu og skógrækt.

Það er nýjung að unnin sé samræmd stefnumótun í þessum mála- flokkum. Undirbúningur áætlunarinnar hefur verið unninn af
tveimur verkefnis- stjórnum, í samræmi við lög um málaflokkana frá árinu 2018. Ég tel að þessi samræming sé til mikilla bóta þar sem augljós og veruleg samlegð er með þeim markmiðum og aðgerðum sem skilgreindar voru í vinnu verkefnastjórnanna tveggja.

Með því að setja fram eina heildstæða áætlun um land og líf til næstu tíu ára eru meiri líkur á því að við getum tryggt að skógrækt og landgræðsla stuðli að sjálfbærri þróun um allt land. Viðfangsefnin eru mörg og fæst eru þau ný. Það er nefnilega ekki nýtt viðfangsefni að huga að landinu, jarðveginum og nýtingu hans. Í rúma öld hefur verið unnið ötullega að því stöðva sandfok og græða land, hvort sem er með landgræðslu eða skógrækt.

Mikill árangur hefur náðst en enn eru þó víða auðnir þar sem gætu verið grónar heiðar eða gróskumiklir skógar. Staðir sem hægt er að hlúa mun betur að til að landið gefi meira af sér. Við verðum því að ná enn betri árangri. Bændur og félagasamtök, þó að þau hafi unnið undravert starf síðustu áratugi, geta ekki unnið þessi verkefni ein og ríkið getur ekki eitt fjármagnað þessi verkefni. Þetta er risastórt loftslagsmál og þannig hagur samfélagsins alls að ástand landsins batni þannig að illa farið land hætti að losa kolefni og bindi heldur kolefni.

Mikilvægt er, vegna þeirra miklu áskorana sem fram undan eru í aðgerðum gegn loftslagsvánni, að virkja einkageirann til að fjármagna aðgerðir sem draga úr losun á kolefni úr jarðvegi eða til að auka bindingu.

Markmið í loftslagsmálum eru ekki bara markmið stjórnvalda, heldur eru þau markmið samfélagsins. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að útfæra skuli ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun. Sú vinna er í gangi í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Slíkur rammi er mikilvægt skref til þess að skýra leikreglur, þannig verði fundinn farvegur fyrir einkafjármagn í þessi mikilvægu verkefni. Með því að samþætta áætlanagerð í landgræðslu og skógrækt til næstu tíu ára má ná meiri árangri og nýta betur þá miklu samlegð sem er milli þessara tveggja málaflokka.

Í raun eru þeir oft eitt og sama verkefnið sem hafa það sameiginlega markmið að bæta landgæði og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land.

Verkefni næstu ára er að sjá til þess að matvælaframleiðsla geti vaxið og dafnað á sama tíma og aukinn árangur næst í kolefnisbúskapnum.

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...