Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Með kjark og þor
Lesendarýni 30. ágúst 2021

Með kjark og þor

Höfundur: Sigurlaug Gísladóttir

Framtíðin, er hún björt? – Hvað viljum við, og hvernig viljum við að það sé gert? – Hvað fær venjulega húsmóður sem er fædd og uppalin í Skagafriði, býr austur á Héraði í 33 ár og flyst svo á Blönduós, til að fara í framboð?

Jú, þessi húsmóðir er búin um ævina að kjósa alla flokka á þingi nema þá sem vilja endilega ganga í Evrópusambandið, þá myndi ég aldrei kjósa.

En þessir flokkar sem hafa áður fengið atkvæði mín fá þau aldrei aftur, ALDREI því það er ljóst að þrátt fyrir mikinn fagurgala í lykil málaflokkum, þá hefur þeim ekki tekist að standa við neitt. Slíkt lætur maður ekki bjóða sér endalaust.

Þeir eru búnir að fá sín tækifæri, ekki meir takk, ekki meir.

Sem fyrrverandi bóndi þá hef ég sterkar taugar í þann geira. Við vorum fyrst með hefðbundinn búskap, þ.e. kindur, og oftast nokkur naut en svo fórum við í loðdýrabúskapinn og því má segja að við höfum fengið eldskírn í því að vera bændur. Það var sko enginn 8 tíma vinnudagur 5 daga vikunnar, heldur varð þetta 2 sinnum 8 tíma dagar, 8 tíma launavinna og 8 tíma á dag í búskapnum og stundum meira. En maður minn, hvað þetta voru erfiðir en umfram allt skemmtilegir tímar.

Í loðdýraræktinni vorum við að fullvinna vöruna áður en skinnið fór á markað, þ.e. við vorum einnig með skinnaverkun, og verkuðum fyrir aðra líka. OG það er stóri punkturinn í okkar stefnu.

Fullvinnsla afurða heima á býli.

Og það er það sem ég tel að bændur eigi að stefna að, þ.e. að fullvinna sína vöru.

En til þess að það geti orðið að veruleika þarf margt að breytast.

Þegar þú fullvinnur þína vöru eykur þú verðgildi hennar, og þegar þú eykur verðgildi vöru, þá þarftu að framleiða minna. Þegar þú berð ábyrg á þinni vöru, sölu hennar, svo ekki sé talað um gæði þeirrar vöru, þá ertu einfaldlega meistarinn í ríki þínu, þú hefur valið. Þú getur valið að selja þína vöru sjálf/ur eða falið öðrum að gera það.

Landbúnaðarstefna XO er byltingarkennd, en trúlega einfaldari í framkvæmd heldur en margur heldur, vilji er allt sem þarf, og svo auðvitað kjarkur og þor.

Þessi bráðnauðsynlega grein í atvinnuflóru okkar er nú þegar ríkisstyrkt og þarf að vera það, því við megum aldrei láta það gerast að vera ekki sjálfum okkur nóg um mat. Það er hins vegar hægt að deila þessum styrkjum á gáfulegri hátt en nú er gert. Deila þeim þannig, að þeir séu í raun byggðastyrkir um leið og að efla landbúnað.

Bújarðir eru misjafnar að gæðum, misvel í sveit settar og sumar henta betur fyrir sauðfé en aðrar, og svo eru jarðir sem eru alveg sérlega hentugar fyrir kýr og aðrar fyrir skógrækt og svo eru sumar jarðir fremur lélegar til skepnuhalds og þar gæti hentað eitthvað annað, eins og t.d. fiskeldi, ylrækt, matjurtir eða bara það sem viðkomandi ábúanda dettur í hug.
Við viljum algerlega henda út núverandi styrkjakerfi og byrja upp á nýtt og setja styrkinn á jarðir en ekki afurð.

Útfærsla á þessum styrkjum getur verið á nokkra vegu. Ein leiðin gæti verið að það væri visst á hektara en alltaf háð þeim skilyrðum að að lágmarki væri þar eitt ársverk.
Önnur leið gæti verið að landstærð myndi ekki skipta máli nema að hluta, en ef þú skapar fleiri störf en þetta eina, þá yrði það bónus fyrir jörðina og ég hallast að þeirri útfærslu. Því það væri hvetjandi til atvinnusköpunar á landsbyggðinni og þar með hvetjandi aðgerð svo landið okkar allt haldist í byggð. Samhliða þessari stefnu ætti ríkið sem enn á jú Landsvirkjun, að búa til „stóriðju“ taxta fyrir jarðir landsins, þannig að þeir sem hyggjast byggja upp vinnslu sem myndi draga úr innflutningi á t.d. grænmeti, kjöti, blómum eða öðru því er við eyðum gjaldeyri í með tilheyrandi mengunarspori við flutning, fengju orkuna og flutninginn á ekki lakara verði en erlendar stóriðjur hérlendis. Þessi stefna sameinar marga mikilvæga þætti í okkar landi.

  • Þetta er góð byggðastefna
  • Þetta er atvinnuhvetjandi
  • Þetta losar bændur við ofurvald afurðastöðva
  • Þetta stuðlar að betri nýtingu lands
  • Þetta stuðlar að meiri sölu beint frá býli
  • Þetta er mannbætandi stefna
  • Þetta skapar frelsi þeirra sem byggja landið
  • Þetta skapar betra og fjölbreyttara samfélag.


Samhliða þessu yrðu sett þau lög að þú getur bara átt eina jörð og þá einnig að búa þar og greiða þína skatta og skyldur til þess samfélags = ( danska leiðin).
Ef þú ætlar ekki að búa á jörðinni, þá verður þú einfaldlega að selja hana. Það gengur ekki lengur að einstaklingar, félög eða fyrirtæki safni jörðum eins og servéttum sem þeir geyma ofan í skúffu. Slík söfn eyðileggja alla byggðastefnu og slík söfn eyðileggja menningu og samfélag þess svæðis sem búa við þessar skúffur.

XO Lífið er núna. Lifum því.

Sigurlaug Gísladóttir, Blönduósi
Höfundur skipar efsta sæti Frjálslynda lýðræðisflokksins
í NV

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...