Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðflokkurinn og landbúnaðurinn
Lesendarýni 23. september 2021

Miðflokkurinn og landbúnaðurinn

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Fyrir u.þ.b. þremur mánuðum tók ég ákvörðun um að bjóða krafta mína til setu á Alþingi. Ég hef lengi brunnið fyrir málefnum landbúnaðarins og starfað fyrir bændur allan minn starfsferil. Á síðasta ári réðst ég til starfa hjá Mjólkursamsölunni og tókst á hendur ásamt fleirum að rannsaka eftirlit með innflutningi á svokölluðum jurtaostum. Leikurinn barst fljótt víðar og í stuttu máli hefur komið í ljós að ekki bara tollaeftirliti var verulega áfátt.

Svo annað dæmi sé nefnt þá er nú orðið ljóst að bændur hér á landi þurfa að lúta mun strangari samkeppnisreglum en bændur á meginlandi Evrópu. Þessi aðstöðumunur veldur íslenskum bændum miklum búsifjum og er ljóst að stjórnarflokkarnir hafa hér brugðist elsta atvinnuvegi landsins.

Ég hef síðan átt samtöl við marga þingmenn auk fleiri í þjóðfélaginu. Þar á meðal bauð ég nokkrum þingmönnum að koma á minn fund og fá yfirferð um brotakennt eftirlit með innflutningi á jurtaostum í von um að þeir myndu ganga til liðs við bændur og okkur sem vinnum fyrir þá. Sá stjórnmálaflokkur sem gaf sig fyrst fram, óskaði eftir sérstakri umræðu um málið og lagði fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar var Miðflokkurinn. Sami flokkur lagði fram ítarlega þingsályktun um landbúnað og reyndi að fá Alþingi til að samþykkja að ekki yrðu boðnir út tollkvótar fyrir kjöt á yfirstandandi ári. Þess í stað hafa tollkvótar fyrir búvörur verið auknir með nýjum samningi við Bretland. Það er í raun ótrúlegt að hlýða nú á þá sem gerðu allt til að kæfa málflutning Miðflokksins í vetur, segjast nú ætla að segja þessum samningum upp eða endurskoða þá.

Þegar leið á veturinn kom traustur bændahöfðingi af Suðurlandi að máli við mig og hreyfði þeirri hugmynd að ég færi í framboð fyrir Miðflokkinn í stærsta landbúnaðarhéraði landsins sem ég var þá nýflutt í. Mér þótti hugmyndin þá fremur „brött“ fyrir mig þar sem ég á ekki ættir að rekja í kjördæmið. Á saman tíma hóf ég afskipti af öðru máli þar sem augljóst „stjórnsýsluslys“ hafði orðið við að skimanir fyrir tilteknum krabbameinum hjá konum fluttust frá Krabbameinsfélagi Íslands til opinberra stofnana. Í báðum þessum málaflokkum reyndi fyrst og fremst á að halda sig við málefnin og knýja á um að stjórnvöld fylgdu sínum eigin leikreglum eins og stjórnsýslulögum og upplýsingalögum.

Eftir nokkra umhugsun fann ég að brennandi löngun til að láta meira til mín taka náði yfirhöndinni. Niðurstaðan varð svo að sækjast eftir 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem síðar varð svo raunin.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem ég hef hitt og hafa tekið á móti mér ásamt öðrum frambjóðendum fyrir viðtökurnar undanfarið. Þetta ferðalag hefur verið einkar lærdómsríkt og ánægjulegt. Ég hef leitast við að hafa málefnin í fyrirrúmi og fylgja því eftir að farið væri að settum leikreglum, milliríkjasamningar virtir og rétt staðið að upplýsingagjöf til almennings. Ég óska því nú eftir stuðningi kjósenda við mig til að fylgja þessum málum og fleirum, sem varða landbúnað og hag almennings, í stærsta ræðupúlti landsins.

 

Erna Bjarnadóttir,
skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...