Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norska leiðin  er íslenskum  landbúnaði  mikilvæg
Lesendarýni 4. október 2021

Norska leiðin er íslenskum landbúnaði mikilvæg

Höfundur: Guðni Ágústsson

Ég hef látið setja upp norsku leiðina í skipuriti Noregs gagnvart landbúnaði og íslenskum bændum. Þá set ég fram hugmynd að skipuriti fyrir nýtt landbúnaðar- og matvælaráðuneyti í anda norsku leiðarinnar.

Stjórnmálamenn og forystumenn flokka hafa í kosningabaráttunni komið til móts við þau sjónarmið að landbúnaðinn verði ,,að frelsa úr skúffunni“ í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ræktum Ísland er víðfeðm skýrsla eða opin bók um framtíðarsýn sem Björn Bjarnason vann ásamt Hlédísi Sveinsdóttur. Skýrslan tekur því miður ekki á stærsta málinu, sem er hvernig umgjörð stjórnsýslu landbúnaðarins verði að breytast til að landbúnaður á Íslandi geti tekið til varna og sótt fram. Norðmenn gera sér hins vegar vel grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins í fæðu- og matvælaöryggi landsmanna sem og að vera grunnatvinnuvegur í dreifðum byggðum landsins.

Ég hef sett upp skipurit með norsku leiðinni sem gæti verið mikilvægt plagg í þeirri endurskipulagningu sem verður að eiga sér stað hér á landi.

Allt frá 2007 þegar landbúnaðurinn var settur með sjávarútvegi saman í ráðuneyti hafa verið teknar ákvarðanir sem ganga í berhögg við alla umræðu um fæðu- og matvælaöryggi. Á þessum 13 árum hafa verið stigin óheillaspor sem hafa gert landbúnaðinn áhrifalausan við ríkisstjórnarborðið. Sjávarútvegurinn er hinn sterki atvinnuvegur okkar með allt sitt á hreinu hjá ríkinu með öflugar stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Á sama tíma hefur öll þjónusta við landbúnaðinn verið skert með markvissum hætti og dregið úr stuðningi ríkisins við landbúnað. Að lokum hvet ég bændaforystu og forystumenn stjórnmálaflokkanna að bretta upp ermar og endurskipuleggja alla umgjörð landbúnaðarins til að hann megi sækja fram til að efla byggð í landinu og íslenska matvælaframleiðslu.





Guðni Ágústsson.

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...