Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Lesendarýni 27. mars 2023

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.

Nýverið var kynnt skýrsla um eflingu kornræktar sem ber heitið „Bleikir akrar: aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“.

Um er að ræða ákveðin tímamót í stefnumörkun vegna matvælframleiðslu, en mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu hefur aukist verulega í takti við aukið vægi fæðuöryggis síðustu misseri og er kornrækt mikilvægur hlekkur á þeirri vegferð enda um að ræða grunnstoð í nútíma fæðukerfi líkt og ég hef vikið að bæði í ræðu og riti á undanförnum árum. Þá er mikilvægi greinarinnar og nýsköpunar innan hennar tíundað í meirihlutaáliti fjárlaganefndar í síðustu fjármálaáætlun.

Kornrækt er mikilvæg til manneldis ein og sér, þá er hún jafnframt mikilvæg til framleiðslu annarra afurða. Aukin framleiðsla korns hér á landi er þess vegna grundvallarþáttur í því að tryggja fæðuöryggi og mikilvæg fjölda annarra búgreina svo sem kjúklinga-, svína- og nautgriparæktar og fiskeldis. Í kjölfar ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu, kornforðabúri heimsins, sáum við mikilvægi þess að vera sjálfbær um slíkar afurðir vegna mikilla hækkana á kornmörkuðum sem höfðu keðjuverkandi áhrif á matvælaframleiðslu innan lands sem utan, þar sem aukinn framleiðslukostnaður leiddi til verðhækkana á ýmsum aðföngum til matvælaframleiðslu, eins og korni, sem að í senn hafði áhrif á lífsviðurværi bænda og heimilanna í landinu með hækkandi matvöruverði. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika ýmissa þátta sem lúta að kornrækt.

Á meðal þess sem var kannað voru markaðsaðstæður en þær eru öllu betri en vænta mátti. Áætlaður kostnaður við kornrækt hér á landi var borinn saman við raunkostnað í nokkrum nágrannalöndum og gefur samanburðurinn fulla ástæðu til bjartsýni. Hér á landi er ónýtt landnæði umtalsvert og talið að aðeins sé verið að nýta um 1/6 af mögulegu ræktarlandi. Skortur hefur verið á ræktunarlandi í heiminum frá aldamótum og verð á landi farið vaxandi víðast hvar.

Á Íslandi er land ódýrara en gerist víða í nágrannalöndum okkar og frjósemi þess almennt góð. Svöl en björt sumur og mildir vetur veita möguleika á löngum vaxtartíma sem vegur upp á móti lágum meðalhita og loks er þess sérstaklega getið að lágur raforku- og heitavatnskostnaður, skipti sköpum í þessum efnum. En gert er ráð fyrir því að hagkvæmt sé að nota jarðvarma til að þurrka korn. Sem leiðir okkur að næsta passus.

Framleiðsla á korni hefur hingað til að langmestu leyti verið til heimabrúks, í skepnufóður. Samkvæmt skýrslunni má auka hlut innlendrar framleiðslu svo um munar og þannig breikka þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á.

Nýjungar í landbúnaði hafa verið af skornum skammti hér á landi um langt skeið. Þessi skýrsla boðar nýtt upphaf stoðgreinar í íslenskum landbúnaði og gefur von um breyttar áherslur og fjölbreyttari starfsemi innan greinarinnar. Aðkoma stjórnvalda er mikilvæg varða á þeirri leið sem greinin mun feta á komandi árum og mikilvægt að skapa hér á landi skilyrði til þess að greinin blómstri, í öllu tilliti þess orðs.

Aðgerðaáætlunin er lögð fram í 30 liðum og hefur matvælaráðherra m.a. sagt að tillögurnar séu mikilvægt innlegg í vinnu matvælaráðuneytis við forgangsröðun þeirra aðgerða sem ráðast þarf í við gerð fjármálaáætlunar fyrir næstu ár enda ljóst að aðkoma hins opinbera er óhjákvæmileg þegar um er að ræða nýja búgrein. Tillögurnar lúta m.a. að sérstökum stuðningi við kornrækt, bæði við framleiðslu og fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum og ljóst að pólitískur vilji er að baki verkefninu. Því ber að fagna og gefur okkur öllum tilefni til að horfa björtum augum á framtíðina.

Það er ljóst að fjölbreyttari framleiðsla búvara hér á landi mun renna styrkari stoðum undir samfélög úti um allt land, ekki síst þar sem þess er helst þörf, en landbúnaðarhéruð hafa mörg átt í vök að verjast um langa gríð.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...