Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þegar könglum af barrtrjám er safnað þarf að gæta að ýmsu. Könglana á að taka alveg heila og einungis þá sem eru alveg lokaðir. Best er að tína þá í strigapoka eða bréfpoka svo vel lofti um þá.
Þegar könglum af barrtrjám er safnað þarf að gæta að ýmsu. Könglana á að taka alveg heila og einungis þá sem eru alveg lokaðir. Best er að tína þá í strigapoka eða bréfpoka svo vel lofti um þá.
Lesendarýni 7. janúar 2019

Ódýr aðferð að koma sér upp skógarlundi

Höfundur: Guðjón Jensson
Nú er rétti tíminn fyrir þá sem áhuga hafa fyrir að koma sér upp skógarlundi að safna könglum af barrtrjám. Víða um land eru þjóðskógar þar sem víða má safna sér efnivið til skógræktar. Á höfuðborgarsvæðinu er t.d. Heiðmörk og mörg önnur skógræktarsvæði þar sem öllum er frjáls för. 
 
Þegar könglum af barrtrjám er safnað þarf að gæta að ýmsu. Nota þarf góða vinnuvettlinga til að taka könglana af greinum einkum stafafuru en þeir eru nokkuð hrjúfir viðkomu. Þeir geta verið nokkuð fastir á greinunum og þarf þá að slíta þá eða snúa þá af greinunum. Best er að taka köngla sem efst eftir því sem tök eru á og þá í allþéttvöxnum lundum. Stök tré sem vaxa ein sér hafa oft köngla með fræjum sem spíra illa og jafnvel alls ekki því þá hafa fræflurnar ekki frjófgast eins og æskilegast er.
 
Rétt er að taka brúna alveg lokaða köngla. Síðan eru þeir lagðir í þunnt lag í pappaöskjur eða bakka sem fá má með bjór í vínbúðum. Þeir eru mjög hentugir til þessa enda mjög auðvelt að raða þeim og jafnvel stafla. Nú er mikilvægt að könglarnir þorni á þurrum stað og gjarnan við stofuhita. Smám saman opnast þeir og fræin koma í ljós.
 
Könglana á að taka alveg heila og einungis þá sem eru alveg lokaðir. Best er að tína þá í strigapoka eða bréfpoka svo vel lofti um þá.
 
Rétt er að taka brúna alveg lokaða köngla. Síðan eru þeir lagðir í þunnt lag í pappaöskjur eða bakka sem fá má með bjór í vínbúðum. Þeir eru mjög hentugir til þessa enda mjög auðvelt að raða þeim og jafnvel stafla. Nú er mikilvægt að könglarnir þorni á þurrum stað og gjarnan við stofuhita. Smám saman opnast þeir og fræin koma í ljós. Má jafnvel sjá árangur innan við viku! Mikilvægt er að hvergi sé möguleiki á að mygla myndist en þá má væntanlega gleyma þessu verkefni. Í einum köngli leynast tugir jafnvel nokkur hundruð fræja sem mörg hver gætu orðið að trjám síðar ef allt gengur að óskum. Öðru hverju þarf að taka til í könglabökkunum og gæta vel að vel lofti um og ekki komi neins staðar raki að því þá er hætta á myglu. 
 
Fræjunum er gott að varðveita í lokuðu íláti og geyma á fremur köldum og þurrum stað við 2-4C. Við þessar aðstæður geta fræin varðveist um nokkur ár.
 
Að vori er rétt að huga að sáningu. Æskilegt er að vanda sem best svæðið þar sem vaxtarskilyrði eru góð. Umfram allt þarf að friða landið fyrir búsmala því ungar trjáplöntur eru eðlilega mjög viðkvæmar fyrir traðki og beit. Ekki er vænlegt að sá í gróna jörð heldur jafnvel mel þar sem frosthreyfing og rof er ekki til staðar. Þegar sáð er í land með þessu móti geta liðið nokkur tími uns árangurs verði vart. En trjáplöntur eru seigar og þegar þær hafa náð að festa rætur þá geta þær spjarað sig ótrúlega vel.
 
Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út undanfarin ár fræðslurit þar sem mjög stutt en gott yfirlit er um einstaka þætti trjá- og skógræktar. Heimasíðan er www.skog.is.
 
Á heimasíðunni má sjá „Útgáfa“ og þar má finna yfirlit um Frækornið. Í 9. Heftinu er sérstaklega fjallað um söfnun og sáning barrtrjáafræs.
 
Trjárækt er ákaflega skemmtilegt og áhugavert tómsundastarf sem  gefur auk þess ekki einungis gleði og ánægju heldur einnig gagn. Skógarskjólið er okkur í þessu næðingssama landi mjög mikilvægt. Það gefur okkur einnig tækifæri að bæta umhverfi okkar og gerir einnig skepnunum mikið gagn. 
 
Mig langar til að segja frá eigin reynslu
 
Snemm sumars 2002 keypti ég nokkra bakka af stafafuru (pinus contorta) og gróðursetti í spildu sem ég og fjölskylda mín á í Borgarfirði. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma voru afföllin engin! Allar þessar örlitlu plöntur hafa vaxið og dafnað þessi 16 sumur sem liðin eru frá því þeim var plantað. Nú eru þessi „smákríli“ orðin að trjám sem hafa vaxið okkur mannfólkinu langt yfir höfuð því mörg hver eru að nálgast 5 metra! Og síðustu árin hafa þau reynt að fjölga sér eftir eðli sínu. Nú er rétti tíminn að taka köngla af stafafurunni og nú síðustu helgina í nóvember tíndi ég töluvert magn á örfáum klukkutímum. Þessi fræ munu mörg hver spíra og vaxa og þessar stafafurur munu eignast aftur afkvæmi í framtíðinni og bæta landið þar sem þær munu ná að vaxa og tímgast. – Góðar stundir!
 
Guðjón Jensson
leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...