Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samvinna bænda
Lesendarýni 11. október 2022

Samvinna bænda

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar.

Bændur mæta þörfum okkar um fæðuöryggi með gæðavörum sem erfitt er að jafna.

Þórarinn Ingi Pétursson

Það er okkar hlutverk að mæta þeim að sama skapi. Þeir glíma við krefjandi starfsaðstæður sem flestir myndu aldrei sætta sig við. Það er sérstaklega vegna harðnandi samkeppni í smásölu, þá aðallega við erlenda stórframleiðendur sem fullnægja ekki sömu stöðlum og gert er hér heima, og regluverks sem vinnur ekki með atvinnugreininni.

Nauðsynleg hagræðing

Staðreyndin er sú að staðan er orðin verulega þung. Þá sérstaklega í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Á sama tíma og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi fæðuöryggis þá gleyma margir þeirra að matreiða lausnir. Staðan mun ekki leysast án þess að grípa til aðgerða, og það strax.

Til eru fjölmargar aðgerðir sem við getum farið í. Eitt dæmi væri að endurskoða tollsamning okkar við ESB. Höfuðmarkmiðið í samningunum verður að vera að skapa íslenskum landbúnaði eðlileg og sambærileg samkeppnisskilyrði gagnvart þeim landbúnaði sem hann á að keppa við. Það er vandasamt að keppa við innflutning matvöru þar sem allt önnur lögmál gilda.

Í dag á Alþingi ræddi ég aðra leið, sem við í Framsókn höfum lengi unnið að. Leið til hagræðingar innlendra kjötframleiðenda. Hún er að heimila sameiningu afurðastöðva innan kjötframleiðslunnar með undanþáguákvæði innan búvörulaga, sem veitir undanþágu frá samkeppnislögum. Þessi undanþága hefur nú þegar verið veitt til mjólkurframleiðenda, og það er engin fyrirstaða til staðar fyrir því að slíkt verði gert fyrir kjötframleiðendur. Ýmsar greiningar hafa verið gerðar á mögulegri hagræðingu innan geirans. Þær benda til allt að 1,5 milljarða hagræðing gæti orðið innan sauðfjár- og nautgriparæktunar. Ef svína- og alifuglarækt væru tekin með yrði talan enn hærri, þ.e. um 2-3 milljarða hagræðing af sameiningu á ári.

Grundvallaratriðið er að ná fram hagræðingu og lækka framleiðslukostnaðarverð. Í því samhengi er ekki einungis verið að hugsa um hag frumframleiðandans heldur alla virðiskeðjuna. Markmiðið er að tryggja hag allra, ekki síst neytenda.

Augljós lykill

Með þessari einföldu lagabreytingu er hægt að stuðla að samvinnu innan innlendrar kjötframleiðslu. Með því gerum við innlenda framleiðslu samkeppnishæfari á alheimsmælikvarða, stuðlum að mikilli hagræðingu og bætum starfsaðstæður og rekstrargrundvöll bænda. Þetta eru markmið sem eru öllum til heilla, allt frá framleiðanda til neytanda.

Framsóknarfólk hefur ávallt sagt að samvinna sé lykill að velgengni. Þetta á við kjötframleiðslu rétt eins og við stjórnmálastarf. Leyfum bændum að ná þeirri velgengni sem þeir berjast fyrir og eiga skilið.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...