Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 14. febrúar 2022

Síðasti naglinn í líkkistuna

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, bóndi Austurhlíð II

Í síðustu viku birtust bændum fyrstu hugmyndir að verði á dilkakjöti haustið 2022. 10% hækkun að lágmarki. Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að þessi 10% eru mikil vonbrigði. Á síðustu  árum hef ég reynt að þakka fyrir hvert prósentustig sem verðið hefur þokast upp á leið sinni til eðlilegrar leiðréttingar frá verðfallinu 2017, en nú er staðan önnur, það er varla hægt að þakka fyrir 10% hækkun í 5,7% verðbólgu.

Það hefur komið alveg skýrt fram hjá forsvarsmönnum afurðastöðvanna síðustu mánuði að þeir telja ekki heppilegt að fé fækki mikið, til viðbótar við það sem nú þegar er orðið. Ég tel líka að það sé alveg rétt hjá þeim. Þegar að ferðamönnum fer að fjölga á nýjan leik, mun innanlandsmarkaðurinn stækka. Lambakjöt hefur verið afar vinsælt hjá erlendum ferðamönnum og verður það áfram. En einungis ef okkur ber gæfa til að verja núverandi framleiðslu frá algjöru hruni.

Hvaðan sú hugmynd kemur, að bændur geti sæst á 10% lágmarkshækkun, veit ég ekki. En það er alveg ljóst að vonbrigði mín og annarra bænda eru mikil. Við búum við kerfi sem einfaldlega virkar ekki sem skyldi. Nú eru afurðastöðvar farnar af stað til að tryggja sér innlegg fyrir næsta haust og alveg ljóst að engin þeirra vill tapa frá sér meira innleggi. En hvernig má það vera að á sama tíma og fyrirtækin eru að fiska bændur til sín í viðskipti þá ætla þau að halda áfram að svelta bændur?

Getur ástæðan verið sú að þessi kostnaðarliður þeirra er orðinn sá eini í rekstrinum sem þeir ráða alveg yfir? Ég veit það ekki en mér er orðið fullljóst að bændur geta ekki staðið áfram í rekstri þar sem ekkert tillit er tekið til þeirra kostnaðarhækkana sem þeir eru að verða fyrir þegar svo verð á lambakjöti er ákveðið.

Í öllum rekstri er verðlagning á vörum byggð á þeim kostnaði sem til verður við framleiðslu á henni. Hins vegar hafa bændur ekkert um það að segja hvaða verð þeir fá fyrir sína vöru. Hvers vegna er bændum ætlað að reka sín bú án þess að geta verðlagt sínar afurðir til að tryggja sanngjarna afkomu? Ef fer svo að afurðaverð til bænda hækki bara um 10% á komandi hausti, þegar allt stefnir í að breytilegur kostnaður hækki um 20-30%, þá er það ekkert annað en síðasti naglinn í líkkistuna.

 

Trausti Hjálmarsson,
bóndi Austurhlíð II

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...