Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari.
Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari.
Mynd / BM Vallá
Lesendarýni 22. september 2020

Skrúðgarðyrkja er iðnnám

Höfundur: Kristján Vítalín

Nú þegar umræðan um nýjan garðyrkjuskóla er komin í gang er ekki úr vegi að huga að einni iðnnámsgrein sem er kennd í Garðyrkjuskóla ríkisins og er að verða utangátta í námskerfinu en þar er um skrúðgarðyrkjunám að ræða.

Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari. Samanber húsasmíðameistari, rafvirkja­meistari, sem og öðrum iðgreinum. Hvernig stendur á því að þessi iðngrein er enn þá kennd í landbúnaðar­skóla? Er ekki verið að brjóta á rétti þessarar iðgreinar þar sem þessi iðngrein er sú eina af öllum iðngreinum sem ekki er kennd við Tækniskólann? Hún á enga samleið með landbúnaði, það er svipað og kúasmalatækni væri skylt að stunda nám í sjómannaskóla eða skósmiður væri við nám við landbúnaðarskóla vegna þess að hann vinnur með leður.

Þó svo við skrúðgarðyrkjumenn gróðursetjum nokkrar plöntur réttlætir það ekki að við skulum vera skikkaðir til að stunda nám við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þannig atvikaðist það að skrúðgarðyrkjan lokaðist inni í Garðyrkjuskóla ríkisins og kemst ekki þaðan út, það er hrópað á hjálp. Hvaða samleið hefur þessi iðngrein með ylrækt, skógarfræði, eða meðblómaskreytingar að gera? Akkúrat enga.

Skrúðgarðyrkja er iðnnám sem á að kenna við Tækniskólann þar sem við eigum samleið með öðrum iðngreinum í byggingariðnaði, samanber húsasmiðum, pípurum og rafvirkjum.

Þessar greinar haldast í hendur þegar kemur að því að gera garða umhverfis lóðir og opin svæði og því nauðsynlegt að fólk innan þessara iðngreina stundi nám í sama skóla og hafi kynni hvert af öðru með framtíðarsamvinnu í huga.

Það er á engan hátt hægt að réttlæta það að kenna skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskólann þar sem hann er sveitaskóli og þar af leiðandi er hann heimavistarskóli, það hefur í för með sér að nemendur í skrúðgarðyrkju þurfa að greiða húsaleigu og vera fjarverandi frá fjölskyldu sem skapar vandamál fyrir námsmenn.

Um 80% af þeim nemendum sem stunda nám í skrúðgarðyrkju koma frá höfuðborarsvæðinu sem segir að nám við Tækniskólann sé mun hagstæðara fyrir nemendur þar sem þeir búa á svæðinu Þess utan er gott aðgengi að öllum fagaðilum sem koma að garðahönnun og framkvæmdaraðilum, stutt að fara í skoðunarferðir því Reykjavíkursvæðið er mekka garðmenningar á Íslandi. Hér má finna allt sem vel er gert og miður hefur farið, endalaus lærdómur fyrir nemendur í skrúðgarðyrkju, en því er ekki að heilsa uppi í sveit, þar er ekkert af þessu tagi.

Nú er lag í þessari tilvistarkreppu í skólamálum skrúðgarðyrkjunnar, því skora ég á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að bjarga skrúðgarðyrkjunni úr þessari kreppu og koma iðngreininni úr viðjum Garðyrkjuskólans og koma skrúðgarðyrkjunni í Tækniskólann þar sem námið á heima meðal jafningja sem iðngrein. Henni til vegs og virðingar.

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...