Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari.
Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari.
Mynd / BM Vallá
Lesendarýni 22. september 2020

Skrúðgarðyrkja er iðnnám

Höfundur: Kristján Vítalín

Nú þegar umræðan um nýjan garðyrkjuskóla er komin í gang er ekki úr vegi að huga að einni iðnnámsgrein sem er kennd í Garðyrkjuskóla ríkisins og er að verða utangátta í námskerfinu en þar er um skrúðgarðyrkjunám að ræða.

Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samningi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari. Samanber húsasmíðameistari, rafvirkja­meistari, sem og öðrum iðgreinum. Hvernig stendur á því að þessi iðngrein er enn þá kennd í landbúnaðar­skóla? Er ekki verið að brjóta á rétti þessarar iðgreinar þar sem þessi iðngrein er sú eina af öllum iðngreinum sem ekki er kennd við Tækniskólann? Hún á enga samleið með landbúnaði, það er svipað og kúasmalatækni væri skylt að stunda nám í sjómannaskóla eða skósmiður væri við nám við landbúnaðarskóla vegna þess að hann vinnur með leður.

Þó svo við skrúðgarðyrkjumenn gróðursetjum nokkrar plöntur réttlætir það ekki að við skulum vera skikkaðir til að stunda nám við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þannig atvikaðist það að skrúðgarðyrkjan lokaðist inni í Garðyrkjuskóla ríkisins og kemst ekki þaðan út, það er hrópað á hjálp. Hvaða samleið hefur þessi iðngrein með ylrækt, skógarfræði, eða meðblómaskreytingar að gera? Akkúrat enga.

Skrúðgarðyrkja er iðnnám sem á að kenna við Tækniskólann þar sem við eigum samleið með öðrum iðngreinum í byggingariðnaði, samanber húsasmiðum, pípurum og rafvirkjum.

Þessar greinar haldast í hendur þegar kemur að því að gera garða umhverfis lóðir og opin svæði og því nauðsynlegt að fólk innan þessara iðngreina stundi nám í sama skóla og hafi kynni hvert af öðru með framtíðarsamvinnu í huga.

Það er á engan hátt hægt að réttlæta það að kenna skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskólann þar sem hann er sveitaskóli og þar af leiðandi er hann heimavistarskóli, það hefur í för með sér að nemendur í skrúðgarðyrkju þurfa að greiða húsaleigu og vera fjarverandi frá fjölskyldu sem skapar vandamál fyrir námsmenn.

Um 80% af þeim nemendum sem stunda nám í skrúðgarðyrkju koma frá höfuðborarsvæðinu sem segir að nám við Tækniskólann sé mun hagstæðara fyrir nemendur þar sem þeir búa á svæðinu Þess utan er gott aðgengi að öllum fagaðilum sem koma að garðahönnun og framkvæmdaraðilum, stutt að fara í skoðunarferðir því Reykjavíkursvæðið er mekka garðmenningar á Íslandi. Hér má finna allt sem vel er gert og miður hefur farið, endalaus lærdómur fyrir nemendur í skrúðgarðyrkju, en því er ekki að heilsa uppi í sveit, þar er ekkert af þessu tagi.

Nú er lag í þessari tilvistarkreppu í skólamálum skrúðgarðyrkjunnar, því skora ég á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að bjarga skrúðgarðyrkjunni úr þessari kreppu og koma iðngreininni úr viðjum Garðyrkjuskólans og koma skrúðgarðyrkjunni í Tækniskólann þar sem námið á heima meðal jafningja sem iðngrein. Henni til vegs og virðingar.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...