Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi
Lesendarýni 6. september 2022

Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Höfundur: Gísli Karel Halldórsson, skógarbóndi á Spjör á Snæfellsnesi

Skógarbændur á Vesturlandi fóru í sína árlegu fræðsluferð um Vesturland 11. ágúst 2022.

Gísli Karel Halldórsson

Safnast var saman í rútu við N1 í Borgarnesi kl. 10 um morguninn.

Næst var ekið að Laxárbakka þar sem teknir voru upp fleiri samferðamenn.
Síðan var farið í Álfholtsskóg undir austurhlíðum Akrafjalls. Þar tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, Reynir Þor­
steinsson.

Álfholtsskógur er orðinn frábært útivistarsvæði. Þar hafa verið ræktaðar margar tegundir trjáa, lagðir hafa verið góðir göngustígar um skóginn og yndislegt að ganga þar um. Vil hvetja vegfarendur til að hvíla sig og leyfa börnunum að hreyfa sig með því að stoppa í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur var gerður að opnum skógi árið 2020.

Reynir leiddi okkur langan veg í gegnum skóginn. Í skóginn hefur verið plantað yfir 100 tegundum.

Fyrir okkur skógarbændur var mjög uppörvandi að sjá hve vel ræktunin hefur gengið undir Akrafjalli. Einnig er frábært hverju sjálfboðaliðar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa áorkað.

Næst var farið að Laxárbakka og þar snæddur hádegisverður sem var ágæt kjötsúpa.

Síðan var farið aftur í rútuna, ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og að Mógilsá. Þar tók á móti okkur Brynja Hrafnkelsdóttir. Brynja leiddi okkur upp í skóginn fyrir ofan byggingarnar á Mógilsá. Þar er margt forvitnilegt að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var að sjá uppi í hlíðum Esju stórvaxið lerkitré af kvæminu Hrymur. Þessi tré mun Þröstur Eysteinsson hafa gróðursett árið 1996. Trén ná nú til himins. Í hlíðunum ofan við húsin á Mógilsá er mikið af hindberjarunnum.

Þeir sem vilja rækta hindberjarunna þurfa að passa sig. Runnarnir gefa af sér eftirsóknarverð ber, en þeir eru mjög ásæknir og fljótir að dreifa sér á stærra land.

Eftir skógargönguna var tekið hús á fagfólkinu á Mógilsá. Edda Sigurdís Oddsdóttir flutti fræðsluerindi um rannsóknarstarfsemi Skóg­ ræktarinnar. Í gangi er stöðug leit að bestu kvæmum trjáa til skógræktar.

Starfsemin á Mógilsá er mjög mikilvæg skógræktarstarfi á landinu. Skógrækt þarf að byggjast á vísindalegum grunni.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...