Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi
Lesendarýni 6. september 2022

Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Höfundur: Gísli Karel Halldórsson, skógarbóndi á Spjör á Snæfellsnesi

Skógarbændur á Vesturlandi fóru í sína árlegu fræðsluferð um Vesturland 11. ágúst 2022.

Gísli Karel Halldórsson

Safnast var saman í rútu við N1 í Borgarnesi kl. 10 um morguninn.

Næst var ekið að Laxárbakka þar sem teknir voru upp fleiri samferðamenn.
Síðan var farið í Álfholtsskóg undir austurhlíðum Akrafjalls. Þar tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, Reynir Þor­
steinsson.

Álfholtsskógur er orðinn frábært útivistarsvæði. Þar hafa verið ræktaðar margar tegundir trjáa, lagðir hafa verið góðir göngustígar um skóginn og yndislegt að ganga þar um. Vil hvetja vegfarendur til að hvíla sig og leyfa börnunum að hreyfa sig með því að stoppa í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur var gerður að opnum skógi árið 2020.

Reynir leiddi okkur langan veg í gegnum skóginn. Í skóginn hefur verið plantað yfir 100 tegundum.

Fyrir okkur skógarbændur var mjög uppörvandi að sjá hve vel ræktunin hefur gengið undir Akrafjalli. Einnig er frábært hverju sjálfboðaliðar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa áorkað.

Næst var farið að Laxárbakka og þar snæddur hádegisverður sem var ágæt kjötsúpa.

Síðan var farið aftur í rútuna, ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og að Mógilsá. Þar tók á móti okkur Brynja Hrafnkelsdóttir. Brynja leiddi okkur upp í skóginn fyrir ofan byggingarnar á Mógilsá. Þar er margt forvitnilegt að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var að sjá uppi í hlíðum Esju stórvaxið lerkitré af kvæminu Hrymur. Þessi tré mun Þröstur Eysteinsson hafa gróðursett árið 1996. Trén ná nú til himins. Í hlíðunum ofan við húsin á Mógilsá er mikið af hindberjarunnum.

Þeir sem vilja rækta hindberjarunna þurfa að passa sig. Runnarnir gefa af sér eftirsóknarverð ber, en þeir eru mjög ásæknir og fljótir að dreifa sér á stærra land.

Eftir skógargönguna var tekið hús á fagfólkinu á Mógilsá. Edda Sigurdís Oddsdóttir flutti fræðsluerindi um rannsóknarstarfsemi Skóg­ ræktarinnar. Í gangi er stöðug leit að bestu kvæmum trjáa til skógræktar.

Starfsemin á Mógilsá er mjög mikilvæg skógræktarstarfi á landinu. Skógrækt þarf að byggjast á vísindalegum grunni.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...