Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þankar um framleiðslu- stýringu/búvörusamninga
Lesendarýni 22. janúar 2016

Þankar um framleiðslu- stýringu/búvörusamninga

Höfundur: Ari Teitsson
Það mun hafa verið um 1980 sem bændur náðu samkomulagi um að sú fjölgun búfjár og framleiðsluaukning sem átt hafði  sér stað væri hvorki bændum né þjóðarbúinu til framdráttar og breyta þyrfti um stefnu. Því var ákveðið að setja framleiðslutakmarkanir í formi búmarks á hverja jörð.
Ekki tókst þó betur til en svo að heildarbúmarkið varð langt umfram viðunandi markaði og var því fljótlega breytt  í fullvirðisrétt sem var meira í takt við framleiðslu síðustu ára og átti samkvæmt orðanna hljóðan  að sýna það magn afurða sem bóndi fengi fullt verð fyrir.
 
Fljótlega kom upp umræða um hvernig stuðla mætti að þróun landbúnaðar með flutningi fullvirðisréttar milli lögbýla og sýndist sitt hverjum. Þrennt kom einkum til álita:
Að afurðastöðvar hefðu ráðstöfun á fullvirðisréttinum, enda þeim ætlað að greiða fullt verð, en þótti hæpið vegna mismunandi eignarhalds afurðastöðva.
 
Að lausum rétti væri úthlutað af Framleiðsluráði og umboðsmanna þess (búnaðarsambandanna) í hverju héraði, sem þótti bera með sér hættu á klíkuskap og mismunun við úthlutun.
Að bændur seldu réttinn sín í milli sem var talið að yrði landbúnaðinum kostnaðarsamt og torveldaði nýliðun, en hafði þó mest fylgi, ekki síst vegna öflugs stuðning þeirra sem hugðust selja sinn framleiðslurétt, og varð það niðurstaðan.
 
Ekki var í upphafi bein tenging milli framleiðsluréttar og ríkisstuðnings en eftir að niðurgreiðslum  ríkis á landbúnaðarvörur var breytt í beinar greiðslur til bænda varð eðlilega veruleg tenging milli framleiðsluréttar og stuðnings.
 
Ríkisstuðningur má aldrei verða söluvara
 
Ljóst virðist að ríkisstuðningur sem slíkur má aldrei verða söluvara enda missir hann þá tilgang sinn, hitt er svo sérstakt umræðuefni hver tilgangur stuðningsins er á hverjum tíma. Upphaflega var hann niðurgreiðslur innlendra búvara sem ætlað var að lækka matarkostnað heimilanna, nú kunna fleiri sjónarmið að skipta máli svo sem atvinnu- og byggðasjónarmið, ímynd landsins sem ferðamannaparadís, kolefnisbinding og fæðuöryggi í fallvöltum heimi. Væntanlega þarf að skerpa markmið stuðningsins og  skipta honum í sem bestu samræmi við markmiðin.
 
Þörf á framleiðslustýringu virðist í raun lítt tengd ríkisstuðningi. Sé slík þörf fyrir hendi hlýtur að mega framkvæma hana með ódýrari hætti en nú. Samkvæmt nýlegum upplýsingum er beinn kostnaður við mjólkurkvóta a.m.k. 11 kr/mjólkurlíter auk vaxtakostnaðar eða a.m.k. 2 milljarðar á ári (þriðjungur af ríkisstuðningi) og kostnaður við greiðslumark sauðfjárræktarinnar virðist hlutfallslega litlu minni. Þá virðist nærtækast og kostnaðarminnst að afurðastöðvarnar, tengiliður bænda við markaði, takmarki kaup afurða við það magn sem unnt er að afsetja á viðunandi verði og deili þeim kaupum á framleiðendur. Þetta ætti að vera vel mögulegt í mjólkurframleiðslu, þar sem bændur eiga afurðastöðvarnar að mestu.
 
Nauðsynlegt að ná víðtækri sátt
 
Ef til vill er þó nærtækast og nauðsynlegast að ná sem víðtækastri sátt um hvernig bændur og raunar þjóðfélagið allt vill sjá landbúnaðinn þróast á næstu áratugum og gera nýja búvörusamninga sem styðja þá þróun.
 
31. 12. 15 
Ari Teitsson

Skylt efni: búvörusamningar

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...